Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 11:18 Margrét Sigríður segir ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki. Komist menn aftur til landsins sé þeim aftur fylgt úr landi. Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sagði í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í vikunni að ekkert stöðvaði menn með endurkomubann að breyta nafninu sínu og komast þannig til landsins. Tilefnið ummælanna var 30 ára endurkomubann Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í þessu samhengi sé rétt að minnast þess að Íslendingar séu aðilar að Schengen-samstarfinu og í því felist að það sé ekki persónubundið landamæraeftirlit á innri landamærum svæðisins og að mótvægisaðgerðir sem feli í sér eflingu lögreglu og lögreglusamvinnu sé til þess að auka öryggi borgara. Margrét Kristín var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Margrét Kristín segir lögreglu með tæki og tól til að fylgjast með umferðinni um Keflavíkurflugvöll. Það séu farþegagreiningar og samstarf við erlend lögreglulið og þótt það sé ekki hefðbundið landamæraeftirlit á innri landamærum taki lögreglan reglulega úrtak af farþegum á innri landamærum samhliða aukinni öryggisgæslu í flugstöðinni. „Við teljum að við séum mjög í stakk búin til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún en að það hafi komið upp mál þar sem einstaklingar í endurkomubanni reyni að koma aftur til landsins. Það sé reynt að bregðast hratt við því með því að senda fólk strax aftur úr landi. Þessir einstaklingar hafi verið stöðvaðir inni í landinu en líka á landamærum. Fólk sé þá tekið til hliðar og sett í lögreglufylgd af svæðinu. Margrét Kristín segir taka tíma að undirbúa slíkan flutning en það sé reynt að gera það eins fljótt og unnt er. Þegar sé verið að vísa af Schengen-svæðinu þá eigi þau lönd sem sinna landamæraeftirliti við ytri landamæri Schengen-svæðisins að hindra inngöngu einstaklingsins sem um ræðir. Alþjóðleg samvinna lykilatriði Hvað varðar það að fá búnað í Leifsstöð sem feli í sér einhvers konar andlitsgreiningu, eins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur kallað eftir, segir Margrét Kristín að lögregla sé sífellt að leita leiða til að efla öryggi. Það eigi eftir að greina þörfina á slíkum tækjum og yrðu slík tæki innleidd yrði það að vera í samræmi við lög og reglur. „Við erum auðvitað sammála því að það þurfi að halda uppi mjög góðu eftirlit, bæði með eflingu löggæslunnar en líka er það lykilatriði að við séum í alþjóðlegri samvinnu við önnur lögreglulið.“ Spurð hverju þau kalli eftir segir Margrét Kristín lögregluna lengi hafa kallað eftir því að fá móttöku- og brottfararmiðstöð. Dómsmálaráðherra er með slíka miðstöð á þingmálaskrá sinni fyrir veturinn. „Við höldum að það muni geta skipt sköpum fyrir starfsemina hér á Keflavíkurflugvelli og svo er það almennt að við þurfum að efla löggæsluna enn frekar. Og það er svo sem stefnt að því líka þannig við fögnum þeim áformum mjög hér á Suðurnesjum.“ Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík síðdegis Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sagði í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í vikunni að ekkert stöðvaði menn með endurkomubann að breyta nafninu sínu og komast þannig til landsins. Tilefnið ummælanna var 30 ára endurkomubann Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í þessu samhengi sé rétt að minnast þess að Íslendingar séu aðilar að Schengen-samstarfinu og í því felist að það sé ekki persónubundið landamæraeftirlit á innri landamærum svæðisins og að mótvægisaðgerðir sem feli í sér eflingu lögreglu og lögreglusamvinnu sé til þess að auka öryggi borgara. Margrét Kristín var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Margrét Kristín segir lögreglu með tæki og tól til að fylgjast með umferðinni um Keflavíkurflugvöll. Það séu farþegagreiningar og samstarf við erlend lögreglulið og þótt það sé ekki hefðbundið landamæraeftirlit á innri landamærum taki lögreglan reglulega úrtak af farþegum á innri landamærum samhliða aukinni öryggisgæslu í flugstöðinni. „Við teljum að við séum mjög í stakk búin til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún en að það hafi komið upp mál þar sem einstaklingar í endurkomubanni reyni að koma aftur til landsins. Það sé reynt að bregðast hratt við því með því að senda fólk strax aftur úr landi. Þessir einstaklingar hafi verið stöðvaðir inni í landinu en líka á landamærum. Fólk sé þá tekið til hliðar og sett í lögreglufylgd af svæðinu. Margrét Kristín segir taka tíma að undirbúa slíkan flutning en það sé reynt að gera það eins fljótt og unnt er. Þegar sé verið að vísa af Schengen-svæðinu þá eigi þau lönd sem sinna landamæraeftirliti við ytri landamæri Schengen-svæðisins að hindra inngöngu einstaklingsins sem um ræðir. Alþjóðleg samvinna lykilatriði Hvað varðar það að fá búnað í Leifsstöð sem feli í sér einhvers konar andlitsgreiningu, eins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur kallað eftir, segir Margrét Kristín að lögregla sé sífellt að leita leiða til að efla öryggi. Það eigi eftir að greina þörfina á slíkum tækjum og yrðu slík tæki innleidd yrði það að vera í samræmi við lög og reglur. „Við erum auðvitað sammála því að það þurfi að halda uppi mjög góðu eftirlit, bæði með eflingu löggæslunnar en líka er það lykilatriði að við séum í alþjóðlegri samvinnu við önnur lögreglulið.“ Spurð hverju þau kalli eftir segir Margrét Kristín lögregluna lengi hafa kallað eftir því að fá móttöku- og brottfararmiðstöð. Dómsmálaráðherra er með slíka miðstöð á þingmálaskrá sinni fyrir veturinn. „Við höldum að það muni geta skipt sköpum fyrir starfsemina hér á Keflavíkurflugvelli og svo er það almennt að við þurfum að efla löggæsluna enn frekar. Og það er svo sem stefnt að því líka þannig við fögnum þeim áformum mjög hér á Suðurnesjum.“
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík síðdegis Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira