Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar 19. september 2025 12:31 Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun