Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2025 14:03 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson skipa þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason verður þjálfari Holstebro næstu þrjú árin. Hann segir að starfið fari vel saman við það að vera aðstoðarþjálfari landsliðsins. Arnór hefur samið við Holstebro til ársins 2028 en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá. Á síðasta tímabili komst Holstebro í undanúrslit úrslitakeppninnar og Arnór var í kjölfarið valinn þjálfari ársins í Danmörku. „Ég vona að við getum haldið áfram að lyfta þessu upp á hærra plan. Við erum búnir að ná fínum árangri á þessum tveimur árum. Þetta var erfitt fyrsta ár og okkur langar að komast aftur í úrslitakeppnina,“ segir Arnór Atlason í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Holstebro var fyrir svona átta, níu árum stabíll topp fjögur lið í Danmörku sem hefur bæði verið í úrslitum og orðið bikarmeistari. En á síðustu þremur árum hefur þetta verið erfiðara og fyrir þremur árum rétt slapp liðið við fall og við þurftum að spila um það, rétt eins og við þurftum að gera á mínu fyrsta ári. Þetta er búið að vera mikill öldudalur. Fyrir þetta tímabil skiptum við alveg níu leikmönnum út sem er alveg svakalega mikið í handbolta,“ segir Arnór en liðið er nú skipað mörgum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Markmið Arnórs í þjálfun eru skýr, að einbeita sér að því félagi sem hann er hjá hverju sinni. „Starfið passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið hjá landsliðinu og það er stór partur af því að ég held áfram, að þetta passi mjög vel saman og það er ekki víst að það geri það annars staðar. Hvað varðar mín markmið, þá finnst mér maður bara skulda því liði sem maður er hjá hverju sinni að vera hundrað prósent einbeittur á það.“ Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Arnór hefur samið við Holstebro til ársins 2028 en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá. Á síðasta tímabili komst Holstebro í undanúrslit úrslitakeppninnar og Arnór var í kjölfarið valinn þjálfari ársins í Danmörku. „Ég vona að við getum haldið áfram að lyfta þessu upp á hærra plan. Við erum búnir að ná fínum árangri á þessum tveimur árum. Þetta var erfitt fyrsta ár og okkur langar að komast aftur í úrslitakeppnina,“ segir Arnór Atlason í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Holstebro var fyrir svona átta, níu árum stabíll topp fjögur lið í Danmörku sem hefur bæði verið í úrslitum og orðið bikarmeistari. En á síðustu þremur árum hefur þetta verið erfiðara og fyrir þremur árum rétt slapp liðið við fall og við þurftum að spila um það, rétt eins og við þurftum að gera á mínu fyrsta ári. Þetta er búið að vera mikill öldudalur. Fyrir þetta tímabil skiptum við alveg níu leikmönnum út sem er alveg svakalega mikið í handbolta,“ segir Arnór en liðið er nú skipað mörgum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Markmið Arnórs í þjálfun eru skýr, að einbeita sér að því félagi sem hann er hjá hverju sinni. „Starfið passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið hjá landsliðinu og það er stór partur af því að ég held áfram, að þetta passi mjög vel saman og það er ekki víst að það geri það annars staðar. Hvað varðar mín markmið, þá finnst mér maður bara skulda því liði sem maður er hjá hverju sinni að vera hundrað prósent einbeittur á það.“
Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira