Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2025 17:41 Fólkið, sem situr í stjórn Félags eldri borgara á Selfossi tók skóflustungurnar í dag af næsta áfanga við uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi. Aðsend Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Í húsunum verða 27 íbúðir á efri hæðum og verslunar- og þjónusturými á jarðhæð, auk bílakjallara. Þetta er stór áfangi í stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi en áætluð verklok eru um mitt ár 2027. „Við erum afar spennt fyrir þessum áfanga enda er hann fyrsta skrefið í frekari uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Landsbyggðar. „Nýi miðbærinn hefur sannað gildi sitt með því að efla mannlíf og menningarstarf í bænum og skapað ný störf. Þetta gefur okkur fullt tilefni til bjartsýni um áframhaldandi uppbyggingu og þau tækifæri sem í henni felast.“ Leó Árnason er einn af aðalmönnunum við uppbyggingu miðbæjarins en Landsbyggð, sem er fasteigna- og þróunarfélag er í eigu Leós og Kristjáns Vilhelmssonar. Hér er Leó á fundi að kynna uppbyggingu miðbæjarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hugmyndafræðin að baki miðbænum á Selfossi er að endurreisa horfin hús úr Íslandssögunni og skapa lifandi vettvang fyrir mannlíf og menningu. Þar má nú finna endurbyggð hús víðs vegar af landinu en í þessum áfanga eru öll húsin ættuð úr miðbæ Reykjavíkur. Húsin voru öll byggð um aldamótin 1900 og mörg þeirra brunnu til kaldra kola í brunanum mikla árið 1915. Um húsin sem verða endurbyggð við Miðstræti: ● Austurstræti 7 Tvílyft hús sem var reist snemma á 20. öldinni og var í eigu Gunnars Gunnarssonar verslunarmanns. Það brann til kaldra kola í miðbæjarbrunanum mikla árið 1915. ● Austurstræti 9 Þriggja hæða timburhús sem reis við hlið Landsbankans. Verslunin Edinborg var starfrækt þar um skeið. Húsið brann í miðbæjarbrunanum 1915. ● Syndikatið Reist á mótum Austurstrætis, Pósthússtrætis og Austurvallar rétt eftir 1900. Vöruhús á þremur hæðum, fyrsta stórverslun landsins þar sem Einar Benediktsson skáld hafði tögl og haldir. Húsið brann 1915. ● Ingólfshvoll Verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhús reist 1904, á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Húsið skemmdist mikið í brunanum 1915 en var endurreist. Margs konar starfsemi var í húsinu til ársins 1969 en þá var það rifið. ● Bergstaðastræti 14 Timburhús sem var reist árið 1907 en brann rúmum áratug síðar. ● Völundur Trésmiðja sem var reist árið 1904 af Sveini M. Sveinssyni á horni Klapparstígs og Skúlagötu. Þar hófst vélvæðing í íslenskum timburiðnaði. Húsið var rifið skömmu fyrir 1990. Árborg Byggingariðnaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Í húsunum verða 27 íbúðir á efri hæðum og verslunar- og þjónusturými á jarðhæð, auk bílakjallara. Þetta er stór áfangi í stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi en áætluð verklok eru um mitt ár 2027. „Við erum afar spennt fyrir þessum áfanga enda er hann fyrsta skrefið í frekari uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Landsbyggðar. „Nýi miðbærinn hefur sannað gildi sitt með því að efla mannlíf og menningarstarf í bænum og skapað ný störf. Þetta gefur okkur fullt tilefni til bjartsýni um áframhaldandi uppbyggingu og þau tækifæri sem í henni felast.“ Leó Árnason er einn af aðalmönnunum við uppbyggingu miðbæjarins en Landsbyggð, sem er fasteigna- og þróunarfélag er í eigu Leós og Kristjáns Vilhelmssonar. Hér er Leó á fundi að kynna uppbyggingu miðbæjarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hugmyndafræðin að baki miðbænum á Selfossi er að endurreisa horfin hús úr Íslandssögunni og skapa lifandi vettvang fyrir mannlíf og menningu. Þar má nú finna endurbyggð hús víðs vegar af landinu en í þessum áfanga eru öll húsin ættuð úr miðbæ Reykjavíkur. Húsin voru öll byggð um aldamótin 1900 og mörg þeirra brunnu til kaldra kola í brunanum mikla árið 1915. Um húsin sem verða endurbyggð við Miðstræti: ● Austurstræti 7 Tvílyft hús sem var reist snemma á 20. öldinni og var í eigu Gunnars Gunnarssonar verslunarmanns. Það brann til kaldra kola í miðbæjarbrunanum mikla árið 1915. ● Austurstræti 9 Þriggja hæða timburhús sem reis við hlið Landsbankans. Verslunin Edinborg var starfrækt þar um skeið. Húsið brann í miðbæjarbrunanum 1915. ● Syndikatið Reist á mótum Austurstrætis, Pósthússtrætis og Austurvallar rétt eftir 1900. Vöruhús á þremur hæðum, fyrsta stórverslun landsins þar sem Einar Benediktsson skáld hafði tögl og haldir. Húsið brann 1915. ● Ingólfshvoll Verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhús reist 1904, á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Húsið skemmdist mikið í brunanum 1915 en var endurreist. Margs konar starfsemi var í húsinu til ársins 1969 en þá var það rifið. ● Bergstaðastræti 14 Timburhús sem var reist árið 1907 en brann rúmum áratug síðar. ● Völundur Trésmiðja sem var reist árið 1904 af Sveini M. Sveinssyni á horni Klapparstígs og Skúlagötu. Þar hófst vélvæðing í íslenskum timburiðnaði. Húsið var rifið skömmu fyrir 1990.
Árborg Byggingariðnaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira