Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar 18. september 2025 13:02 Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Öryggis- og varnarmál Fjarðabyggð Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun