Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. september 2025 10:44 Grétar er mikill smekkmaður hvort sem það kemur að kokteilagerð eða innanhússhönnun. Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir. Grétar hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í kokteilagerð þrjú skipti. Hann sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni í Limassol á Kýpur í nóvember, þar sem margir fremstu barþjónar heims tóku þátt. Þá hefur hann tvisvar unnið sinn flokk á heimsmeistaramóti barþjóna og endaði í 5. sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Madeira í Portúgal í byrjun nóvember. Vínið fær að skína Íbúð Grétars er innréttuð á afar heillandi máta og er ljóst að hann sé mikill fagurkeri. Mublur og ljós eftir þekkta hönnuði prýða hvern krók og kima, auk þess sem einstök listaverk eru áberandi á heimilinu. Þá fer það ekki framhjá neinum að eigandi íbúðarinnar sé mikill vínáhugamaður. Létt og sterkt vín fær að njóta sín í stórum vínrekka í borðstofunni og á gylltu glerbarborð í stofunni. Hlýlegar og smart endurbætur Stofan er opin og björt með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni. Borðstofa og eldhús er í samliggjandi rými með parket á gólfi. Eldhúsið er prýtt nýlegri dökkbrúnni viðarinnréttingu með ljóstri viðarborðplötu með góðu skápa- og vinnuplássi. Dökkt speglagler eykur rýmiskenndina og gefur eldhúsinu meiri dýpt. Baðherbergið var nýlega endurnýjað á afar smekklegan og hlýlegan hátt. Á gólfi og veggjum eru ljósar Terrazzo-flísar sem skapa hlýlegt yfirbragð, og veglegur steinvaskur gefur rýminu mikinn karakter. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni, en er möguleika er að bæta við öðru þar sem borðstofan er í dag. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Kokteilar Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira
Grétar hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í kokteilagerð þrjú skipti. Hann sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni í Limassol á Kýpur í nóvember, þar sem margir fremstu barþjónar heims tóku þátt. Þá hefur hann tvisvar unnið sinn flokk á heimsmeistaramóti barþjóna og endaði í 5. sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Madeira í Portúgal í byrjun nóvember. Vínið fær að skína Íbúð Grétars er innréttuð á afar heillandi máta og er ljóst að hann sé mikill fagurkeri. Mublur og ljós eftir þekkta hönnuði prýða hvern krók og kima, auk þess sem einstök listaverk eru áberandi á heimilinu. Þá fer það ekki framhjá neinum að eigandi íbúðarinnar sé mikill vínáhugamaður. Létt og sterkt vín fær að njóta sín í stórum vínrekka í borðstofunni og á gylltu glerbarborð í stofunni. Hlýlegar og smart endurbætur Stofan er opin og björt með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni. Borðstofa og eldhús er í samliggjandi rými með parket á gólfi. Eldhúsið er prýtt nýlegri dökkbrúnni viðarinnréttingu með ljóstri viðarborðplötu með góðu skápa- og vinnuplássi. Dökkt speglagler eykur rýmiskenndina og gefur eldhúsinu meiri dýpt. Baðherbergið var nýlega endurnýjað á afar smekklegan og hlýlegan hátt. Á gólfi og veggjum eru ljósar Terrazzo-flísar sem skapa hlýlegt yfirbragð, og veglegur steinvaskur gefur rýminu mikinn karakter. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni, en er möguleika er að bæta við öðru þar sem borðstofan er í dag. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Kokteilar Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira