Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. september 2025 10:44 Grétar er mikill smekkmaður hvort sem það kemur að kokteilagerð eða innanhússhönnun. Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir. Grétar hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í kokteilagerð þrjú skipti. Hann sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni í Limassol á Kýpur í nóvember, þar sem margir fremstu barþjónar heims tóku þátt. Þá hefur hann tvisvar unnið sinn flokk á heimsmeistaramóti barþjóna og endaði í 5. sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Madeira í Portúgal í byrjun nóvember. Vínið fær að skína Íbúð Grétars er innréttuð á afar heillandi máta og er ljóst að hann sé mikill fagurkeri. Mublur og ljós eftir þekkta hönnuði prýða hvern krók og kima, auk þess sem einstök listaverk eru áberandi á heimilinu. Þá fer það ekki framhjá neinum að eigandi íbúðarinnar sé mikill vínáhugamaður. Létt og sterkt vín fær að njóta sín í stórum vínrekka í borðstofunni og á gylltu glerbarborð í stofunni. Hlýlegar og smart endurbætur Stofan er opin og björt með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni. Borðstofa og eldhús er í samliggjandi rými með parket á gólfi. Eldhúsið er prýtt nýlegri dökkbrúnni viðarinnréttingu með ljóstri viðarborðplötu með góðu skápa- og vinnuplássi. Dökkt speglagler eykur rýmiskenndina og gefur eldhúsinu meiri dýpt. Baðherbergið var nýlega endurnýjað á afar smekklegan og hlýlegan hátt. Á gólfi og veggjum eru ljósar Terrazzo-flísar sem skapa hlýlegt yfirbragð, og veglegur steinvaskur gefur rýminu mikinn karakter. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni, en er möguleika er að bæta við öðru þar sem borðstofan er í dag. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Kokteilar Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Grétar hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í kokteilagerð þrjú skipti. Hann sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni í Limassol á Kýpur í nóvember, þar sem margir fremstu barþjónar heims tóku þátt. Þá hefur hann tvisvar unnið sinn flokk á heimsmeistaramóti barþjóna og endaði í 5. sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Madeira í Portúgal í byrjun nóvember. Vínið fær að skína Íbúð Grétars er innréttuð á afar heillandi máta og er ljóst að hann sé mikill fagurkeri. Mublur og ljós eftir þekkta hönnuði prýða hvern krók og kima, auk þess sem einstök listaverk eru áberandi á heimilinu. Þá fer það ekki framhjá neinum að eigandi íbúðarinnar sé mikill vínáhugamaður. Létt og sterkt vín fær að njóta sín í stórum vínrekka í borðstofunni og á gylltu glerbarborð í stofunni. Hlýlegar og smart endurbætur Stofan er opin og björt með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni. Borðstofa og eldhús er í samliggjandi rými með parket á gólfi. Eldhúsið er prýtt nýlegri dökkbrúnni viðarinnréttingu með ljóstri viðarborðplötu með góðu skápa- og vinnuplássi. Dökkt speglagler eykur rýmiskenndina og gefur eldhúsinu meiri dýpt. Baðherbergið var nýlega endurnýjað á afar smekklegan og hlýlegan hátt. Á gólfi og veggjum eru ljósar Terrazzo-flísar sem skapa hlýlegt yfirbragð, og veglegur steinvaskur gefur rýminu mikinn karakter. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni, en er möguleika er að bæta við öðru þar sem borðstofan er í dag. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Kokteilar Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira