Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 09:01 Björn Borg vann Opna franska meistaramótið sex sinnum og Wimbledon fimm ár í röð. epa/Jonas Ekströmer Í nýrri bók sem kemur út í dag segir sænska tennisgoðið Björn Borg frá kókaínfíkn sinni. Fyrir tæpum fjörutíu árum tók hann of stóran skammt og lífga þurfti hann við. Borg vann ellefu risamót áður en hann lagði spaðann á hilluna, aðeins 25 ára. Í nýrri ævisögu sinni, Hjartsláttur, sem kemur út í dag, greinir Borg frá ástæðu þess að hann hætti svona snemma að keppa. Hann fjallar einnig um eiturlyfjaneyslu sína sem fór úr böndunum. Árið 1989 fann eiginkona Borgs, Loredana Berte, hann meðvitundarlausan eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þeim tíma var talað um að Borg hefði reynt að fyrirfara sér en í Hjartslætti segist hann hafa tekið of stóran skammt og verið að hrópa á hjálp. „Það sem gerðist var að ég var með hættulega blöndu af eiturlyfjum, pillum og áfengi í líkamanum og þess vegna missti ég meðvitund,“ skrifaði Borg sem minnkaði eiturlyfjaneyslu sína í kjölfarið. En það entist ekki lengi. „Svo liðu vikurnar og djöflarnir sneru aftur. Nýir hlutir áttu sér stað og skyndilega var ég háður á ný.“ Í Hjartslætti segist Borg skammast sín fyrir þennan kafla í lífi sínu þegar hann horfir til baka. Hinn 69 ára Borg glímir nú við krabbamein en er staðráðinn í að vinna bug á því. „Núna er ég kominn með nýjan andstæðing í krabbameininu sem er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég mun sigra það og gefst ekki upp. Ég berst á hverjum degi eins og þetta sé úrslitaleikur Wimbledon. Og þeir fara venjulega vel,“ skrifaði Borg. Tennis Fíkn Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Sjá meira
Borg vann ellefu risamót áður en hann lagði spaðann á hilluna, aðeins 25 ára. Í nýrri ævisögu sinni, Hjartsláttur, sem kemur út í dag, greinir Borg frá ástæðu þess að hann hætti svona snemma að keppa. Hann fjallar einnig um eiturlyfjaneyslu sína sem fór úr böndunum. Árið 1989 fann eiginkona Borgs, Loredana Berte, hann meðvitundarlausan eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þeim tíma var talað um að Borg hefði reynt að fyrirfara sér en í Hjartslætti segist hann hafa tekið of stóran skammt og verið að hrópa á hjálp. „Það sem gerðist var að ég var með hættulega blöndu af eiturlyfjum, pillum og áfengi í líkamanum og þess vegna missti ég meðvitund,“ skrifaði Borg sem minnkaði eiturlyfjaneyslu sína í kjölfarið. En það entist ekki lengi. „Svo liðu vikurnar og djöflarnir sneru aftur. Nýir hlutir áttu sér stað og skyndilega var ég háður á ný.“ Í Hjartslætti segist Borg skammast sín fyrir þennan kafla í lífi sínu þegar hann horfir til baka. Hinn 69 ára Borg glímir nú við krabbamein en er staðráðinn í að vinna bug á því. „Núna er ég kominn með nýjan andstæðing í krabbameininu sem er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég mun sigra það og gefst ekki upp. Ég berst á hverjum degi eins og þetta sé úrslitaleikur Wimbledon. Og þeir fara venjulega vel,“ skrifaði Borg.
Tennis Fíkn Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Sjá meira