Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2025 21:32 Eyþór segir tækni Hopp nú þegar tryggja öryggi farþega. Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“ Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira