Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2025 21:32 Eyþór segir tækni Hopp nú þegar tryggja öryggi farþega. Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“ Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira