Innlent

Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“

Agnar Már Másson skrifar
„Það var prinsippið að þau [meirihlutinn] kæmust ekki upp með það að ráða því hvernig við leiddum okkar mál til lykta í okkar ráðum,“ segir Björn Gíslason brogarfulltrúi.
„Það var prinsippið að þau [meirihlutinn] kæmust ekki upp með það að ráða því hvernig við leiddum okkar mál til lykta í okkar ráðum,“ segir Björn Gíslason brogarfulltrúi. Vísir/Vilhelm

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, er hættur í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur þrátt fyrir að hafa varið mánuðum í að reyna að fá sæti í ráðinu. Hann var í upphafi talinn vanhæfur vegna formennsku sinnar í stjórn íþróttafélags en fékk á endanum sæti í nefndinni. Hann segir að það hafi einfaldlega verið „prinsippmál“ að fá sæti í nefndinni en nú hefur hann aftur skipt um nefnd við kollega sinn.

Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í gær að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í mannréttindaráði meðan Kjartan tæki sæti Björns í menningar- og íþróttaráði. Er þetta í annað sinn sem tvímenningarnir skiptast á þessum nefndarsætum en þeir gerðu það seinast í lok júní.

Þegar Björn sóttist eftir sæti í ráðinu í mars var atkvæðagreiðslu frestað og bent var á að hann hefði verið metinn vanhæfur af borgarlögmanni árið 2023 vegna þess að hann var einnig formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis, og er hann það enn. Lagt var fram minnisblað þess efnis frá febrúar 2023.  

Sjálfstæðismenn í borginni fóru fram á úrskurð frá innviðaráðuneytinu, sem lauk málinu án athugasemda.

„Þetta var bara prinsippmál hjá okkur,“ útskýrir Björn í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvers vegna þeir Sjálfstæðismenn hrókeri nú aftur í ráðum borgarinnar aðeins tæplega þremur mánuðum eftir að þeir hættu.

„Það var prinsippið að þau kæmust ekki upp með það að ráða því hvernig við leiddum okkar mál til lykta í okkar ráðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×