Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. september 2025 12:01 Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar