Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2025 12:31 Eyjólfur Ármannsson Innviðaráðherra vonar að sátt muni skapast um leigubílamarkaðinn með breytingunum. Vísir/Anton Brink Öryggi farþega í íslenskum leigubílum verður tryggt með innleiðingu stöðvarskyldu að nýju og þá stendur til að meirapróf sem leigubílstjórar þurfi að taka verði alfarið á íslensku. Þetta segir innviðaráðherra sem lagði í gær fram frumvarp um breytingu á lögum um leigubílaakstur. Í frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir því að svokölluð stöðvarskylda verði tekin upp að nýju en skyldan var afnumin með lögum árið 2023. Þannig verður ekki lengur leyfilegt að reka eigin leigubifreiðastöð, það er sinn eigin leigubíl, án starfsleyfis annarrar leigubifreiðastöðvar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að af 993 skráðum leigubílstjórum reki 188 eigin stöðvar án sérstaks leyfis. Alls séu 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að breyta lögunum. „Það er til að auka eftirlit með leigubífreiðastjórunum og eftirlitsstöðvar er annars eðlis en eftirlit Samgöngustofu, stjórnvalds. Það er öðruvísi samband milli stöðvar og leigubifreiðastjóra og milli Samgöngustofu og bílstjóra.“ Svindl verði ekki leyft Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti óánægður með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. Ráðherra segist vona að breytingarnar skapi sátt um markaðinn.Næsta skref sé að tryggja að meirapróf sem lagt sé fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. „Í Noregi er það þannig að prófið er tekið á norsku og í Danmörku er það tekið á dönsku. Ég tel eðlilegt að við tökum prófið á íslensku. Þetta er mikilvægt þjónustustarf við íbúa þessa lands, aldraða og öryrkja og fleiri. Kjarnaþjónustuhópur og við tölum ennþá íslensku hér á landi.“ Hann segist ekki óttast að leigubílstjórum fækki í kjölfarið, ekki sé verið að innleiða neinar fjöldatakmarkanir. „Ég bara vonast til þess að allir geti staðist það próf. Við ætlum líka að fara að skoða það, við höfum heyrt sögusagnir að það hafi verið stórkostlegt svindl á prófunum, að það sé verið að taka myndir af spurningum og senda út í bæ og fá svo svör til baka. Það er líka atriði sem við ætlum að skoða sérstaklega og þá er eðlilegt að þeir sem leyfin eru að renna út fari þá aftur í próf. Við ætlum ekki að leyfa svindl í framtíðinni.“ Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir því að svokölluð stöðvarskylda verði tekin upp að nýju en skyldan var afnumin með lögum árið 2023. Þannig verður ekki lengur leyfilegt að reka eigin leigubifreiðastöð, það er sinn eigin leigubíl, án starfsleyfis annarrar leigubifreiðastöðvar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að af 993 skráðum leigubílstjórum reki 188 eigin stöðvar án sérstaks leyfis. Alls séu 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að breyta lögunum. „Það er til að auka eftirlit með leigubífreiðastjórunum og eftirlitsstöðvar er annars eðlis en eftirlit Samgöngustofu, stjórnvalds. Það er öðruvísi samband milli stöðvar og leigubifreiðastjóra og milli Samgöngustofu og bílstjóra.“ Svindl verði ekki leyft Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti óánægður með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. Ráðherra segist vona að breytingarnar skapi sátt um markaðinn.Næsta skref sé að tryggja að meirapróf sem lagt sé fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. „Í Noregi er það þannig að prófið er tekið á norsku og í Danmörku er það tekið á dönsku. Ég tel eðlilegt að við tökum prófið á íslensku. Þetta er mikilvægt þjónustustarf við íbúa þessa lands, aldraða og öryrkja og fleiri. Kjarnaþjónustuhópur og við tölum ennþá íslensku hér á landi.“ Hann segist ekki óttast að leigubílstjórum fækki í kjölfarið, ekki sé verið að innleiða neinar fjöldatakmarkanir. „Ég bara vonast til þess að allir geti staðist það próf. Við ætlum líka að fara að skoða það, við höfum heyrt sögusagnir að það hafi verið stórkostlegt svindl á prófunum, að það sé verið að taka myndir af spurningum og senda út í bæ og fá svo svör til baka. Það er líka atriði sem við ætlum að skoða sérstaklega og þá er eðlilegt að þeir sem leyfin eru að renna út fari þá aftur í próf. Við ætlum ekki að leyfa svindl í framtíðinni.“
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44
Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16