Íslenski boltinn

Leikirnir eftir tví­skiptingu: Skaga­menn fara á Ísa­fjörð, til Akur­eyrar og Eyja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Björn Stefánsson og félagar í ÍA eru aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki sína.
Ómar Björn Stefánsson og félagar í ÍA eru aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki sína. vísir/diego

Leikjadagskrá tvískiptingarinnar í Bestu deild karla liggur nú fyrir. Fyrsta umferðin hefst á sunnudaginn en keppni í Bestu deildinni lýkur sunnudaginn 26. október.

Á mánudaginn réðist endanlega hvaða lið verða í efri og neðri hlutanum fyrir tvískiptinguna.

ÍA, sem hefur unnið tvo leiki í röð, þarf að fara í þrjú löng ferðalög næstu vikurnar en liðið mætir Vestra, ÍBV og KA á útivelli. ÍA á aftur móti heimaleiki gegn KR og Aftureldingu.

KR-ingar eru í 10. sæti deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á undan Skagamönnum og þremur á undan Mosfellingum. KR fær heimaleiki gegn Aftureldingu og ÍBV en útileiki gegn KA, ÍA og Vestra í lokaumferðinni.

Tvö efstu lið deildarinnar sem stendur, Víkingur og Valur, mætast í lokaumferðinni. Á síðasta tímabili fengum við hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn milli Víkings og Breiðabliks. Blikar unnu hann, 0-3, og urðu þar með Íslandsmeistarar í þriðja sinn.

Stjarnan hefur verið góðri siglingu að undanförnu og FH hefur sömuleiðis gengið vel síðustu vikur.vísir/ernir

Stjarnan er heitasta lið deildarinnar en Garðbæingar hafa unnið fimm leiki í röð. Þeir eru með fjörutíu stig, jafn mörg og Valsmenn en tveimur stigum minna en Víkingar.

Stjarnan fær heimaleiki gegn FH, Víkingi og Breiðabliki í lokaumferðinni. Stjörnumenn mæta hins vegar Valsmönnum og Frömurum á útivelli.

FH, sem er taplaust á heimavelli í sumar, fær Breiðablik og Fram í heimsókn en mætir Stjörnunni, Víkingi og Val á útivelli.

Leikirnir í efri hlutanum

1. umferð

  • Sunnudagur 21. sept, kl. 19:15: Víkingur - Fram
  • Sunnudagur 21. sept, kl. 19:15: Stjarnan - FH
  • Mánudagur 22. sept, kl. 19:15: Valur - Breiðablik

2. umferð

  • Laugardagur 27. sept, kl. 14:00: FH - Breiðablik
  • Sunnudagur 28 sept, kl. 19:15: Fram - Valur
  • Mánudagur 29. sept, kl. 19:15: Stjarnan - Víkingur

3. umferð

  • Laugardagur 4. okt, kl. 19:15: Valur - Stjarnan
  • Sunnudagur 5. okt, kl. 19:15: Víkingur - FH
  • Sunnudagur 5. okt, kl. 19:15: Breiðablik - Fram

4. umferð

  • Laugardagur 18. okt, kl. 19:15: Breiðablik - Víkingur
  • Sunnudagur 19. okt, kl. 19:15: Valur - FH
  • Sunnudagur 19. okt, kl. 19:15: Fram - Stjarnan

5. umferð

  • Sunnudagur 26. okt, kl. 14:00: Víkingur - Valur
  • Sunnudagur 26. okt, kl. 14:00: FH - Fram
  • Sunnudagur 26. okt, kl. 14:00: Stjarnan - Breiðablik

Leikirnir í neðri hlutanum

1. umferð

  • Laugardagur 20. sept, kl. 16:05: Vestri - ÍA
  • Sunnudagur 21. sept, kl. 16:00: ÍBV - Afturelding
  • Sunnudagur 21. sept, kl. 16:15: KA - KR

2. umferð

  • Laugardagur 27. sept, kl. 14:00: Vestri - ÍBV
  • Sunnudagur 28 sept, kl. 14:00: ÍA - KR
  • Sunnudagur 28. sept, kl. 16:00: Afturelding - KA

3. umferð

  • Laugardagur 4. okt, kl. 14:00: ÍBV - ÍA
  • Laugardagur 4. okt, kl. 14:00: KR - Afturelding
  • Sunnudagur 5. okt, kl. 14:00: KA - Vestri

4. umferð

  • Sunnudagur 19. okt, kl. 14:00: KR - ÍBV
  • Sunnudagur 19. okt, kl. 14:00: KA - ÍA
  • Sunnudagur 19. okt, kl. 14:00: Afturelding - Vestri

5. umferð

  • Laugardagur 25. okt, kl. 14:00: ÍBV - KA
  • Laugardagur 25. okt, kl. 14:00: Vestri - KR
  • Laugardagur 25. okt, kl. 14:00: ÍA - Afturelding

Staðan í efri hlutanum

Staðan í neðri hlutanum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×