Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 17. september 2025 08:03 Í nýlega birtri grein skrifaði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin væri að grafa undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Hann vísar þar til þriggja atriða sem eigi að lækka lífskjör fólks í landinu, og lýsir þeim sem skattahækkunum á millistéttina. Athugum nánar hvað Vilhjálmur á við. Þingmaðurinn vísar til þriggja atriða. Það fyrsta snýr að afnámi úrræðis til ráðstafa séreignarsparnað á húsnæðislán. Vilhjálmur segir að þetta úrræði hafi hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest – sem er rétt að vissu marki. Það sem er villandi í þessu er að þetta úrræði mun enn þá vera til staðar fyrir fyrstu kaupendur, sem maður myndi halda að væri einmitt unga fólkið sem Vilhjálmur vísar til. Það má deila um það hvort aðrir en fyrstu kaupendur ættu að fá að nýta þetta úrræði en engu að síður er þetta vægast sagt villandi framsetning á álitaefninu. Annað atriðið sem þingmaðurinn vísar til er afnám svokallaðrar „samsköttunar hjóna“. Vilhjálmur segir að þetta úrræði nýtist hjónum þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna – sem er rétt að vissu marki. Það sem Vilhjálmi láðist að minnast á er að þetta úrræði nýtist eingöngu þeim þar sem annað hjóna er komið í efsta skattþrep tekjuskatts! Þetta þýðir að þessi breyting mun einungis hafa áhrif á þau hjónasambönd þar sem annað þeirra er með yfir 1.350.000 kr. í mánaðarlaun! Ekki nóg með það, þá eru áhrif þessa úrræðis mjög lítil þegar viðkomandi er lítillega yfir 1.350.000 kr. viðmiðinu, heldur sjást áhrifin fyrst þegar fólk er komið í 1.500.000-1.800.000 kr. mánaðarlaun. Það er vert að spyrja sig hvers vegna við ættum að veita einstaklingum í efsta skattþrepinu, og þeim eingöngu, sérstakan skattaafslátt? Erum við virkilega að segja að hér sé verið að vega að millistéttinni þegar við erum að tala um slík laun? Hér er reiknivél sem hægt er að styðjast við og sjá hver áhrif þessarar breytinga raunverulega eru. Fólk mun enn geta nýtt sér ónýttan persónuafslátt maka og stendur ekki til að breyta því. Það sem verið er að gera er að afnema sérstakt úrræði sem nýtist einungis fólki sem er langt frá því að vera á meðallaunum, og ætti öllum að blasa við að sé sannkallað réttlætismál. Í þriðja lagi vísar Vilhjálmur til kílómetragjalds og að það séu ógagnsæ gjöld sem „hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða.“ Andstaða Vilhjálms til þessa máls er ekki síst áhugaverð þar sem það var síðasta ríkisstjórn, sem samanstóð af flokki hans, sem boðaði þessar breytingar fyrst. Sjálfur fagnaði hann tilkomu kílómetragjalds opinberlega, kallað það „sanngjarna leið“ og hvatti til þess að það yrði innleitt hratt í pontu Alþingis. Skjótt skipast veður í lofti. Burtséð frá því þá hafa verið gerðar ítarlegar greiningar á þessu gjaldi og mun það ekki koma illa niður á flestum notendum. Með tilkomu kílómetragjalds munu skattar eins og olíu- og bensíngjöld falla niður, og fólk sem ekur mest þarf að kaupa meira bensín, á lægra verði? Ekki eru olíugjöld í núverandi kerfi „landsbyggðarskattur“? Kerfið er því stillt þannig af að fólk mun í flestum tilvikum ekki sjá mun á kostnaði við rekstur bifreiðar. Í stuttu máli mun kílómetragjaldið aðallega hafa áhrif á þá sem aka um á nýjustu og sparneytustu bílunum. Fólk á eldri bílum mun ekki sjá hækkun á kostnaði við notkun ökutækisins síns. Þannig fer fram ákveðin leiðrétting vegna lækkandi bifreiðaskatta sem tæknibreytingar hafa haft í för með sér og eftir því sem verður næst komist, ríkt þverpólitísk samstaða um að þurfi að leiðrétta með einhverjum hætti. Fleiri upplýsingar um þetta má finna á þessari vefslóð: https://vegirokkarallra.is/ Markmið með grein hans Vilhjálms er að teikna upp falska mynd um hvernig ríkisstjórnin sé að vega að millistéttinni, þegar sannleikurinn er sá að með þessum breytingum er verið að taka út úrræði sem nýtast fólki sem hefur langt yfir 1.350.000 kr. í mánaðarlaun, keyrir um á nýjustu og sparneytnustu bílunum og á meira en eina fasteign. Hvort það teljist vera árás á millistéttina getið þið, kæru lesendur, velt fyrir ykkur. Það sem er raunverulega að gerast er að ríkisstjórnin er í fyrsta sinn í langan tíma að vinna að umbótum sem skila sér beint til almennings. Þar ber hæst innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi, nær tvöföldun á frítekjumarki ellilífeyrisþega, umbætur á fæðingarorlofi, tenging lífeyris almannatrygginga við launavísitölu, átak í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði, aukin þjónusta við börn með fjölþættan vanda, stórbætt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni, efling geðheilbrigðisþjónustu, efling löggæslu og stóraukin framlög til viðhalds á vegakerfinu. Fólkið fyrst, svo allt hitt. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Flokkur fólksins Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Sjá meira
Í nýlega birtri grein skrifaði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin væri að grafa undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Hann vísar þar til þriggja atriða sem eigi að lækka lífskjör fólks í landinu, og lýsir þeim sem skattahækkunum á millistéttina. Athugum nánar hvað Vilhjálmur á við. Þingmaðurinn vísar til þriggja atriða. Það fyrsta snýr að afnámi úrræðis til ráðstafa séreignarsparnað á húsnæðislán. Vilhjálmur segir að þetta úrræði hafi hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest – sem er rétt að vissu marki. Það sem er villandi í þessu er að þetta úrræði mun enn þá vera til staðar fyrir fyrstu kaupendur, sem maður myndi halda að væri einmitt unga fólkið sem Vilhjálmur vísar til. Það má deila um það hvort aðrir en fyrstu kaupendur ættu að fá að nýta þetta úrræði en engu að síður er þetta vægast sagt villandi framsetning á álitaefninu. Annað atriðið sem þingmaðurinn vísar til er afnám svokallaðrar „samsköttunar hjóna“. Vilhjálmur segir að þetta úrræði nýtist hjónum þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna – sem er rétt að vissu marki. Það sem Vilhjálmi láðist að minnast á er að þetta úrræði nýtist eingöngu þeim þar sem annað hjóna er komið í efsta skattþrep tekjuskatts! Þetta þýðir að þessi breyting mun einungis hafa áhrif á þau hjónasambönd þar sem annað þeirra er með yfir 1.350.000 kr. í mánaðarlaun! Ekki nóg með það, þá eru áhrif þessa úrræðis mjög lítil þegar viðkomandi er lítillega yfir 1.350.000 kr. viðmiðinu, heldur sjást áhrifin fyrst þegar fólk er komið í 1.500.000-1.800.000 kr. mánaðarlaun. Það er vert að spyrja sig hvers vegna við ættum að veita einstaklingum í efsta skattþrepinu, og þeim eingöngu, sérstakan skattaafslátt? Erum við virkilega að segja að hér sé verið að vega að millistéttinni þegar við erum að tala um slík laun? Hér er reiknivél sem hægt er að styðjast við og sjá hver áhrif þessarar breytinga raunverulega eru. Fólk mun enn geta nýtt sér ónýttan persónuafslátt maka og stendur ekki til að breyta því. Það sem verið er að gera er að afnema sérstakt úrræði sem nýtist einungis fólki sem er langt frá því að vera á meðallaunum, og ætti öllum að blasa við að sé sannkallað réttlætismál. Í þriðja lagi vísar Vilhjálmur til kílómetragjalds og að það séu ógagnsæ gjöld sem „hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða.“ Andstaða Vilhjálms til þessa máls er ekki síst áhugaverð þar sem það var síðasta ríkisstjórn, sem samanstóð af flokki hans, sem boðaði þessar breytingar fyrst. Sjálfur fagnaði hann tilkomu kílómetragjalds opinberlega, kallað það „sanngjarna leið“ og hvatti til þess að það yrði innleitt hratt í pontu Alþingis. Skjótt skipast veður í lofti. Burtséð frá því þá hafa verið gerðar ítarlegar greiningar á þessu gjaldi og mun það ekki koma illa niður á flestum notendum. Með tilkomu kílómetragjalds munu skattar eins og olíu- og bensíngjöld falla niður, og fólk sem ekur mest þarf að kaupa meira bensín, á lægra verði? Ekki eru olíugjöld í núverandi kerfi „landsbyggðarskattur“? Kerfið er því stillt þannig af að fólk mun í flestum tilvikum ekki sjá mun á kostnaði við rekstur bifreiðar. Í stuttu máli mun kílómetragjaldið aðallega hafa áhrif á þá sem aka um á nýjustu og sparneytustu bílunum. Fólk á eldri bílum mun ekki sjá hækkun á kostnaði við notkun ökutækisins síns. Þannig fer fram ákveðin leiðrétting vegna lækkandi bifreiðaskatta sem tæknibreytingar hafa haft í för með sér og eftir því sem verður næst komist, ríkt þverpólitísk samstaða um að þurfi að leiðrétta með einhverjum hætti. Fleiri upplýsingar um þetta má finna á þessari vefslóð: https://vegirokkarallra.is/ Markmið með grein hans Vilhjálms er að teikna upp falska mynd um hvernig ríkisstjórnin sé að vega að millistéttinni, þegar sannleikurinn er sá að með þessum breytingum er verið að taka út úrræði sem nýtast fólki sem hefur langt yfir 1.350.000 kr. í mánaðarlaun, keyrir um á nýjustu og sparneytnustu bílunum og á meira en eina fasteign. Hvort það teljist vera árás á millistéttina getið þið, kæru lesendur, velt fyrir ykkur. Það sem er raunverulega að gerast er að ríkisstjórnin er í fyrsta sinn í langan tíma að vinna að umbótum sem skila sér beint til almennings. Þar ber hæst innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi, nær tvöföldun á frítekjumarki ellilífeyrisþega, umbætur á fæðingarorlofi, tenging lífeyris almannatrygginga við launavísitölu, átak í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði, aukin þjónusta við börn með fjölþættan vanda, stórbætt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni, efling geðheilbrigðisþjónustu, efling löggæslu og stóraukin framlög til viðhalds á vegakerfinu. Fólkið fyrst, svo allt hitt. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun