Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. september 2025 12:03 Dómsmálaráðherra segist styðja aðgerðir lögreglu gegn Hell's Angels um helgina. Vísir/Sigurjón Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira