Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 16. september 2025 11:00 Það að vera aðgerðarsinni í loftslagsmálum er langhlaup. Það koma sprettir og það koma brekkur. Við höfum tekið marga spretti en líka komið að brekkum. Það var brekka þegar aftur var farið að tala um mögulega olíuvinnslu á Íslandi. Brekkur geta líka verið hindranir og misvísandi skilti. Afvegaleiðing umræðunnar hefur oft náð ótrúlegum hæðum. Þegar það fór að verða viðurkennt að grípa þurfi til aðgerða í loftslagsmálum fóru alls kyns grænþvottahús að auglýsa sínar töfralausnir. Stjórnvöld hafa svo tekið þátt í grænþvottinum frekar en að uppræta hann. Afurðin er sú að við erum langt frá því að ná markmiðum okkar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti nýverið uppfært landsframlag til Parísarsáttmálans, 41% samdráttur fyrir 2030 og 50-55% samdráttur fyrir árið 2035. Mér þótti hressandi að sjá að loksins væri talað um væntanlegan kostnað við vanefndir ásamt því að fram kom að ekki líti út fyrir að við náum markmiðum okkar fyrir árið 2030. Ráðherra lagði mikla áherslu á að markmiðin þurfi að vera raunsæ en líka krefjandi. Ég velti því samt sem áður upp hvað teljast megi sem raunsætt því það hlýtur að vera mismunandi eftir því hvernig er forgangsraðað. Tónninn var framkvæmdaglaður, sem getur verið jákvætt ef til dæmis á að endurheimta röskuð vistkerfi, en getur einnig verið varasamt þegar um er að ræða nýtingu á takmörkuðum auðlindum. Við getum nefnilega ekki framkvæmt okkur frá vandanum. Ekki frekar en við getum flokkað okkur frá ofneyslu. Við getum ráðist í aðgerðir og sumar loftslagsaðgerðir krefjast framkvæmda en aðrar snúast einmitt um að ráðast ekki í framkvæmdir. Ég tek heilshugar undir ráð Odds Sigurðssonar sem tók við viðurkenningu Sigríðar í Brattholti í gær; „Að hugsa sig ekki bara tvisvar um í sambandi við framkvæmdir heldur tíu sinnum og gjarnan sleppa framkvæmdum sem þess er mögulega kostur.” Það væri til dæmis grátbroslegt ef ráðist yrði í stórt átak í endurheimt votlendis, ef samhliða eigi að reisa mörg vindorkuver ofan í votlendi á heiðarlandi, en flest vindorkuver á borðinu eru einmitt staðsett á slíkum svæðum. Loftslagsaðgerðir snúast um svo margt! Þær snúast um það hvernig við ferðumst á milli staða, hvað við borðum, hvernig við neytum vara og þjónustu, allt þetta snýst um það hvernig við förum með landið og auðlindirnar okkar. Að vera manneskja snýst um náttúruvernd, náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni. Á degi íslenskrar náttúru eigum við að horfa lengra fram í tímann en oft áður. Mikilvægt er að sumir hlutir fari í framkvæmd, en að öðrum verði hreinlega hætt. Hættum strax niðurgreiðslu á notkun jarðefnaeldsneytis með gjaldfrjálsum losunarheimildum til flugfélaga (þá getum við líka selt losunarheimildirnar og ágóðinn fer beint í ríkissjóð) Hættum að nálgast auðlind endurnýjanlegrar orku eins og hún geti vaxið upp í endalausa eftirspurn. Hættum að versla við Shein, Temu, og aðra aðila sem kemur trekk í trekk í ljós að senda til okkar lýðheilsuspillandi efni og stuðla að yfirdrifinni neyslu. Stefnum að því að hætta einn daginn hrávinnslu efna og færum okkur yfir í endurvinnslu á þeim sem er bæði umhverfisvænna og notar langtum minni orku. Og á sama tíma, þurfum við að: Efla rannsóknir á umhverfisáhrifum og auðlindaþörf hnattverkfræði-verkefna (eins og Carbfix, Röst ofl.) svo að fýsileg verkefni geti vaxið og öðrum verði hafnað með rökstuddum hætti. Setja orkuskiptaaðgerðir í forgang, til dæmis með hvötum til notkunar á grænum almenningssamgöngum, rafbílakaupa og hærra kolefnisgjaldi á móti. Endurheimta röskuð vistkerfi landsins. Friða land sem varðveitir mikið kolefni, svo því megi ekki raska. Sumu af þessu hefur nú þegar verið lofað, jafnvel fyrir löngu. Efndir hafa tafist og þess vegna verður að hugsa hlutina upp á nýtt. Loftslagsmál snúast svo mikið um hugarfarsbreytingar. Það sem við teljum raunsætt í dag er ekki það sama og vísindamenn IPCC hafa sett fram sem nauðsynlegt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Skýrsla IPCC segir að til að halda hlýnun undir 1,5°C þurfi að draga úr heildarlosun um 45% fyrir árið 2030 miðað við árið 2010. Þetta er miklu meira en það sem við höfum lofað en sjáum fram á að geta ekki efnt. Hvert gráðubrot sem farið er yfir 1,5°C markið skiptir máli. Pólitísk þróun á alþjóðavísu vekur óhug og manni gætu hæglega fallist hendur en það er ekki í boði að láta deigan síga. Áhersla valdhafa á loftslagsaðgerðir kemur í sveiflum. Það munu koma sprettir og það munu koma brekkur. Loftslagsmál koma okkur öllum við og við verðum að auka metnaðinn og gera það raunsætt að móta framtíð þar sem maðurinn getur lifað í sátt við náttúruna. Landvernd er sterkur málsvari náttúru og umhverfis og það skiptir máli að við sem almenningur stöndum saman í grasrótinni og þrýstum á valdhafa til að gefa í. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það að vera aðgerðarsinni í loftslagsmálum er langhlaup. Það koma sprettir og það koma brekkur. Við höfum tekið marga spretti en líka komið að brekkum. Það var brekka þegar aftur var farið að tala um mögulega olíuvinnslu á Íslandi. Brekkur geta líka verið hindranir og misvísandi skilti. Afvegaleiðing umræðunnar hefur oft náð ótrúlegum hæðum. Þegar það fór að verða viðurkennt að grípa þurfi til aðgerða í loftslagsmálum fóru alls kyns grænþvottahús að auglýsa sínar töfralausnir. Stjórnvöld hafa svo tekið þátt í grænþvottinum frekar en að uppræta hann. Afurðin er sú að við erum langt frá því að ná markmiðum okkar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti nýverið uppfært landsframlag til Parísarsáttmálans, 41% samdráttur fyrir 2030 og 50-55% samdráttur fyrir árið 2035. Mér þótti hressandi að sjá að loksins væri talað um væntanlegan kostnað við vanefndir ásamt því að fram kom að ekki líti út fyrir að við náum markmiðum okkar fyrir árið 2030. Ráðherra lagði mikla áherslu á að markmiðin þurfi að vera raunsæ en líka krefjandi. Ég velti því samt sem áður upp hvað teljast megi sem raunsætt því það hlýtur að vera mismunandi eftir því hvernig er forgangsraðað. Tónninn var framkvæmdaglaður, sem getur verið jákvætt ef til dæmis á að endurheimta röskuð vistkerfi, en getur einnig verið varasamt þegar um er að ræða nýtingu á takmörkuðum auðlindum. Við getum nefnilega ekki framkvæmt okkur frá vandanum. Ekki frekar en við getum flokkað okkur frá ofneyslu. Við getum ráðist í aðgerðir og sumar loftslagsaðgerðir krefjast framkvæmda en aðrar snúast einmitt um að ráðast ekki í framkvæmdir. Ég tek heilshugar undir ráð Odds Sigurðssonar sem tók við viðurkenningu Sigríðar í Brattholti í gær; „Að hugsa sig ekki bara tvisvar um í sambandi við framkvæmdir heldur tíu sinnum og gjarnan sleppa framkvæmdum sem þess er mögulega kostur.” Það væri til dæmis grátbroslegt ef ráðist yrði í stórt átak í endurheimt votlendis, ef samhliða eigi að reisa mörg vindorkuver ofan í votlendi á heiðarlandi, en flest vindorkuver á borðinu eru einmitt staðsett á slíkum svæðum. Loftslagsaðgerðir snúast um svo margt! Þær snúast um það hvernig við ferðumst á milli staða, hvað við borðum, hvernig við neytum vara og þjónustu, allt þetta snýst um það hvernig við förum með landið og auðlindirnar okkar. Að vera manneskja snýst um náttúruvernd, náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni. Á degi íslenskrar náttúru eigum við að horfa lengra fram í tímann en oft áður. Mikilvægt er að sumir hlutir fari í framkvæmd, en að öðrum verði hreinlega hætt. Hættum strax niðurgreiðslu á notkun jarðefnaeldsneytis með gjaldfrjálsum losunarheimildum til flugfélaga (þá getum við líka selt losunarheimildirnar og ágóðinn fer beint í ríkissjóð) Hættum að nálgast auðlind endurnýjanlegrar orku eins og hún geti vaxið upp í endalausa eftirspurn. Hættum að versla við Shein, Temu, og aðra aðila sem kemur trekk í trekk í ljós að senda til okkar lýðheilsuspillandi efni og stuðla að yfirdrifinni neyslu. Stefnum að því að hætta einn daginn hrávinnslu efna og færum okkur yfir í endurvinnslu á þeim sem er bæði umhverfisvænna og notar langtum minni orku. Og á sama tíma, þurfum við að: Efla rannsóknir á umhverfisáhrifum og auðlindaþörf hnattverkfræði-verkefna (eins og Carbfix, Röst ofl.) svo að fýsileg verkefni geti vaxið og öðrum verði hafnað með rökstuddum hætti. Setja orkuskiptaaðgerðir í forgang, til dæmis með hvötum til notkunar á grænum almenningssamgöngum, rafbílakaupa og hærra kolefnisgjaldi á móti. Endurheimta röskuð vistkerfi landsins. Friða land sem varðveitir mikið kolefni, svo því megi ekki raska. Sumu af þessu hefur nú þegar verið lofað, jafnvel fyrir löngu. Efndir hafa tafist og þess vegna verður að hugsa hlutina upp á nýtt. Loftslagsmál snúast svo mikið um hugarfarsbreytingar. Það sem við teljum raunsætt í dag er ekki það sama og vísindamenn IPCC hafa sett fram sem nauðsynlegt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Skýrsla IPCC segir að til að halda hlýnun undir 1,5°C þurfi að draga úr heildarlosun um 45% fyrir árið 2030 miðað við árið 2010. Þetta er miklu meira en það sem við höfum lofað en sjáum fram á að geta ekki efnt. Hvert gráðubrot sem farið er yfir 1,5°C markið skiptir máli. Pólitísk þróun á alþjóðavísu vekur óhug og manni gætu hæglega fallist hendur en það er ekki í boði að láta deigan síga. Áhersla valdhafa á loftslagsaðgerðir kemur í sveiflum. Það munu koma sprettir og það munu koma brekkur. Loftslagsmál koma okkur öllum við og við verðum að auka metnaðinn og gera það raunsætt að móta framtíð þar sem maðurinn getur lifað í sátt við náttúruna. Landvernd er sterkur málsvari náttúru og umhverfis og það skiptir máli að við sem almenningur stöndum saman í grasrótinni og þrýstum á valdhafa til að gefa í. Höfundur er formaður Landverndar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun