Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri markaðs­stofu Tra­vel Connect

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Björk Hafsteinsdóttir.
Hildur Björk Hafsteinsdóttir.

Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að um sé að ræða nýtt hlutverk innan samstæðunnar og muni Hildur leiða þróun í markaðs- og samskiptamálum. 

„Travel Connect samstæðan samanstendur af átta ferðaþjónustufyrirtækjum með starfsemi á Íslandi, í Svíþjóð, Skotlandi og Þýskalandi. Stefnt er að því að hefja starfsemi á Ítalíu fyrir árslok. Hjá samstæðunni starfa hátt í 400 manns.

Hildur kemur til Travel Connect frá VÍS þar sem hún var forstöðumaður markaðsmála og upplifana en hún leiddi áður markaðsstarf hjá Símanum og hjá Isavia. Hildur er viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún sat í stjórn ÍMARK, samtökum íslensks markaðsfólks, á árunum 2018-2022 og kenndi jafnframt markaðsfræði í meistaranámi við Háskóla Íslands um árabil.

Hildur Björk hefur nú þegar hafið störf,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×