Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Heimsferðir 18. september 2025 14:27 Kynntu þér þær fjölmörgu og skemmtilegu ferðir sem ferðaskrifstofan Heimsferðir býður upp á í vetur. Hvort sem þú vilt sól í kroppinn, lenda í ævintýrum eða kynnast framandi menningu þá býður Heimsferðir upp á réttu ferðina fyrir þig. Ferðaskrifstofan Heimsferðir býður upp á fjölmargar spennandi og skemmtilegar ferðir í vetur fyrir þá landsmenn sem vilja sól á kroppinn, lenda í ævintýrum eða kynnast framandi menningu. „Meðal vinsælla og spennandi áfangastaða sem við bjóðum upp á í vetur má nefna Taíland, Egyptaland, Mexíkó, Kúbu, Balí og Japan en sú síðastnefnda verður vorið 2026,“ segir Margrét Helgadóttir, aðstoðar framkvæmdastjóri Heimsferða. „Sumir áfangastaðir eru vinsælli en aðrir og seljast því fyrr upp og því er góð hugmynd að kynna sér þá fyrr en síðar. Hér er ég t.d. að tala um jóla- og áramótaferðir til Egyptalands og Taílands en þær eru mjög vinsælar og seljast jafnan hratt upp, ferðina til Víetnam í janúar en þar eru enn nokkur sæti laus og Japan næsta vor en ferðin síðastliðið vor seldist hratt upp og var afar vel heppnuð.” Skoðum betur hvað Heimsferðir hafa upp á að bjóða í vetur en nánari upplýsingar um ferðirnar má finna á vef Heimsferða undir flipanum „Sérferðir“. Upplifðu alvöru taílenskt ævintýri með rólegu strandlífi og borgarfjöri Í þessari stórskemmtilegu Taílandsferð sameinast svo sannarlega afslöppun og ævintýri. Ferðin hefst í strandbænum Hua Hin sem stendur við bláan og tæran Taílandsflóa. Hua Hin er elsti og grónasti ferðamannastaður landsins sem byggðist upp á fyrri hluta síðustu aldar af betri borgurum Bangkok sem sóttu í þægilegt loftslag og rólegheit. Taílenskur matur er fyrir löngu orðinn heimsþekktur og býður bærinn upp á fjölmarga góða veitingastaði sem margir sérhæfa í ljúffengum sjávarréttum. Val er um nokkra gististaði í Hua Hin sem allir eru vel staðsettir og eru frá 3 til 5 stjörnu hótelum. Bangkok tekur næst við og þar er dvalið síðustu nætur ferðarinnar. Heimsborgin Bangkok er borg mikilla andstæðna og óendanlegs fjölbreytileika. Búddismi og gjálífi, skýjakljúfar og gömul hof, götubúllur og svalir barir og listasýningar blandast saman í borg þar sem allt leyfist. Að sjálfsögðu blómstrar matarmenningin í Bangkok en utan taílenskra og asískra veitingastaða má finna fjölda franskra, þýskra, sænskra, afrískra, bandarískra og ítalskra veitingastaða í borginni. Það fer enginn svangur heim frá Taílandi! Gist er á besta stað í borginni því Bangkok er sannarlega víðfeðm stórborg og því mikilvægt að vera nærri öllu því athyglisverðasta hvort heldur það er menning, verslunartækifæri eða skemmtun svo tíminn tapist ekki í tafsöm ferðalög. Íslensk fararstjórn er undir traustri stjórn Inga Bærings og Píu eiginkonu hans en þau búa í Taílandi. Boðið er upp á sex ferðir til Taílands. Sú fyrsta hefst 30. október og síðasta 25. janúar. Þrjár ferðanna er jóla- og áramótaferðir. Stysta ferðin inniheldur tíu gistinætur og sú lengsta 25 gistinætur. Hurghada – sól, saga og snorkl í Rauða hafinu Viltu flýja íslenskan desemberkulda og upplifa sól, sand og safarík ævintýri? Þá er Hurghada í Egyptalandi rétti áfangastaðurinn. Þar sameinast forn menning og nútímaleg lúxushótel í ómótstæðilegri blöndu sem gleður bæði sólþyrsta og ævintýragjarna landsmenn. Heimsferðir bjóða upp á ferðir til Hurghada 17. og 27. desember. Hurghada var eitt sinn lítið fiskimannaþorp en er í dag einn vinsælasti sólarstaður Evrópubúa og það er engin furða. Hér bíða þín langar gullnar sandstrendur, tær sjór og litrík kóralrif sem kalla á köfun eða snorkl. Mörg hótel bjóða bæði upp á köfunarnámskeið og skipulagðar ferðir fyrir þá sem vilja kanna undraheim hafsins. Flest hótel Heimsferða eru í strandbænum Makadi Bay og er yfirleitt fæði og drykkir innifalin í verðinu. Hurghada svæðið er nokkuð dreift og skiptist upp í mörg svæði og hótelin tilheyra ákveðnum ströndum eða strandsvæðum. Einnig má nefna að svæðið er sérstaklega fjölskylduvænt og mörg hótelanna eru með barnaklúbba, vatnagarða og bjóða upp á fjölbreytta fjölskylduafþreyingu. Staðsetning Makadi Bay er í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Hurghada flugvelli. Og þegar sólbaðinu er lokið bíða magnaðir dagsferðir, t.d. píramídarnir við Giza, Þjóðminjasafnið í Kaíró eða helgu hofin í Luxor. Þannig sameinar Hurghada það besta úr tveimur heimum: afslappaða lúxusdvöl við ströndina og ógleymanlega innlit í menningu sem mótaði heiminn. Þetta er ferð sem gleymist ekki. Egyptaland bíður þín með sól, sögu og smá töfra úr annarri veröld. Heimsóttu töfrandi og litríkan heim Mexíkó Það hefur löngum verið mikill ævintýraljómi yfir Mexíkó þar sem heillandi menning, skærir litir, gómsætur matur, ljúfar stundir og stórbrotin náttúrufegurð koma fyrst upp í hugann. Tvær ferðir til Mexíkó eru í boði dagana 7.-22. nóvember auk þess verður boðið er upp á ferð næstu páska sem báðar verða með sama sniði og ferðin í nóvember. Annar hópurinn heimsækir strandbæinn Playa del Carmen og hinn hópurinn heldur í hringferð um Yugatán skagann. Báðar ferðir bjóða upp á íslenskan fararstjóra. Ef þú ert að leita að strandstað sem sameinar afslöppun, menningu og ævintýri, þá er Playa del Carmen svarið. Þessi sjarmerandi bær við Karíbahafið býður upp á tæran og ylvolgan sjó og aðgang að einu stærsta kóralrifi heims. Hér geturðu snorklað eða kafað meðal litríkra fiska og skjaldbaka eða einfaldlega notið sólarinnar á fallegri ströndinni. Playa del Carmen er þó miklu meira en bara strendur. Strandbærinn býður upp á líflegt götulíf, mexíkóska gestrisni og matargerð sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Þarna ríkir góð stemning, menningin er litrík og hótelin eru lágreist og notaleg. Hægt er að velja á milli tveggja hótela og er fjöldi skoðunarferða í boði á meðan á dvöl stendur. Hvort sem þú vilt upplifa mexíkóska matargerð, forna menningu Mexíkóa eða einfaldlega synda í paradís, þá er Playa del Carmen hinn fullkomni áfangastaður. Ferðin um Yucatán skagann er sannkölluð sælureisa þar sem stórbrotin náttúra, litrík menning og heillandi saga mynda ógleymanlega heild. Ferðin hefst og endar í strandparadísinni Playa del Carmen en á leiðinni er stoppað í nýlendubæjum, frumskógum og söguslóðum fornu Maya þjóðarinnar. Í Valladolid, sem margir telja best geymda leyndarmál Mexíkó, upplifir þú kyrrlátt daglegt líf heimamanna og færð að synda í kristaltæru vatni Cenote lauganna. Í Chichén Itzá og Uxmal tekur við stórbrotin fornminjasaga með pýramídum, hofum og jafnvel gufubaði að hætti heimamanna. Campeche er heillandi og gömul sjóræningjaborg við hafið, en í menningarborginni Mérida bíða tónlist, dans og skrautlegir markaðir. Ferðin endar svo á ströndinni í Playa del Carmen, þar sem hægt er að slaka á, snorkla eða rölta líflega Quinta Avenida göngugötuna. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja sjá hið sanna Mexíkó – með kryddi, litum og ævintýrum á hverju horni. Kúba – þar sem tíminn hefur stöðvast Kúba er áfangastaður sem heillar alla. Eyjan þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað og lífsgleðin ræður ríkjum. Hér skipta áhyggjur litlu máli enda býður eyjan upp á sól og hita, mambótakt, rommglas í hönd og breitt bros heimamanna. Næsta ferð til Kúbu er 2.-18. febrúar 2026 og verður íslenskur fararstjóri með í för. Ferðin hefst á hvítum ströndum Varadero þar sem Karíbahafið blasir við í sinni fegurstu mynd. Þar geturðu valið á milli tveggja glæsilegra hótela, annað er fjölskylduvænt með allri þjónustu en hitt er eingöngu ætlað fullorðnu fólki. Á báðum hótelunum eru allar veitingar innifaldar. Eftir tíu daga á ströndinni tekur Havana við, hjarta Kúbu, sem býður upp á einstaka blöndu af menningu, tónlist og litadýrð. Hér má ganga um Malecon bakkann, skoða byltingartorgið, kíkja í vindlaverksmiðju eða taka einn léttan mojito á krá þar sem salsa hljómar fram á nótt. Gamlar amerískar bifreiðar, litrík hús og lífleg götumynd skapa andrúmsloft sem erfitt er að lýsa, þessa stemningu þarf hver og einn einfaldlega að upplifa. Þeir sem vilja kynnast Kúbu dýpra geta skellt sér út fyrir borgina, kafað í tærum sjónum eða hjólað framhjá tóbaksökrum og fundið fyrir ró lífsins í sveitinni. Kúba er meira en ferð, hún er upplifun sem kveikir gleði og skilur eftir minningar sem endast ævilangt Þar sem silki, saga og sál Asíu fléttast saman Víetnam er land sem fangar bæði hug og hjarta ferðalanga. Hér mætast silkimjúk menning, stórbrotin náttúra og saga sem enginn hefur getað brotið niður, hvorki Kínverjar, Frakkar né Bandaríkjamenn. Heimsferðir bjóða upp á ferð til Víetnam 8.-25. janúar 2026 með íslenskum fararstjóra. Fá laus pláss eru eftir og því mikilvægt að fólk tryggi sér sæti tímanlega. Ferðin hefst í norðri, í Hanoi, þar sem forna miðaldarhverfið lifir enn, götulífið er litrík sinfónía og eggjakaffið er ómissandi upplifun. Næst tekur Ninh Binh við með hrífandi kalksteinsklettum og kyrrlátu hrísgrjónaökrum – sannkölluð póstkortafegurð. Í miðju landsins bíða Hue og Hoi An sem eru fornar borgir sem opinbera dýrð keisara og menningu þar sem tíminn hefur staðið í stað. Í Hue má skoða grafhýsi konunganna og hið forboðna svæði hirðarinnar, en í Hoi An blandast kínversk og japönsk áhrif við rólegt bæjarlíf og fallegar strendur. Loks tekur Saigon og árósar Mekong fljótsins við með sínum ótrúlega andstæðum, hraðri borgaruppbyggingu, frönskum nýlendubyggingum, götumörkuðum og miklu fjöri. Þar má einnig heimsækja Cu Chi-göngin, sem segja sögu baráttu og þrautseigju. Víetnam er enginn venjulegur áfangastaður. Hér er boðið upp á ferðalag inn í lifandi menningu, bragðmikla matargerð og sögur sem móta nútímann. Með Heimsferðum kynnist þú hinu sanna Víetnam þar sem silki, saga og sál Asíu fléttast saman í ógleymanlega upplifun. Fararstjóri er Héðinn Svarfdal sem hefur stýrt fjölda ferða um Víetnam og nærliggjandi lönd og er óhætt að fullyrða að fáir Íslendingar hafa meiri reynslu og dýpri þekkingu á Víetnam. Japan býður upp á samruna fortíðar og framtíðar Japan er landið þar sem allt smellur saman: hefðir sem hafa lifað öldum saman, nútímaleg hönnun sem kveikir aðdáun og stórbrotin náttúra sem gera ferðalanga orðlausa. Í þessari fimmtán daga ævintýraferð kynnumst við öllu því sem gerir Japan einstakt. Heimsferðir bjóða upp á ferð til Japans 6.-21. apríl 2026. Vortíminn í Japan er frábær tími til að heimsækja landið, þegar kirsuberjatrén blómstra og náttúran stendur í blóma.Íslenskur fararstjóri verður með í för. Ferðin hefst í líflegu stórborginni Tókýó með öllum sínum musterum, mörkuðum og glitrandi skýjakljúfum. Þetta er borg sem er auðvelt að falla fyrir. Þaðan liggur leiðin að Fuji fjalli sem er helgasta fjall Japana. Einnig eru Oshino Hakkai tjarnirnar heimsóttar og Oishi garðurinn sem er þekktur fyrir árstíðabundna blómagarða sína. Borgin Matsumoto er heimsótt og sögulega þorpið Shirakawago sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Áfram heldur ferðalagið til Kyoto, hinnar fornu höfuðborgar Japans og hjarta japanskrar menningar. Þar heimsækjum við m.a. hið stórbrotna Kinkakuji musteri en ferðalangar fá líka nægan frjálsan tíma til að rölta um þessa fallegu borg og njóta á sínum hraða. Næst heimsækir hópurinn Arashiyama bambusskóginn þar sem fylgst er með hefðbundinni japanskri tegerð, kíkjum einnig á sake brugghús og skoðum Kurashiki borg og Bikan siglingarskurðinn. Í Hiroshima minnumst við sögunnar við Friðarminnismerkið, siglum til hinnar helgu Miyajima eyju og sjáum hinn fræga Itsukushima helgidóm. Ferðinni lýkur í Osaka, glaðværri borg matarunnenda, þar sem gist er síðustu tvær næturnar. Balí er ein helsta perla Suðaustur Asíu Það er óhætt að kalla Balí eina af perlum Suðaustur Asíu. Eyjan býður upp á hvítar strendur, tæran sjór og litríka menningu og hér finnur þú allt frá kyrrlátri náttúrufegurð til líflegs mannlífs, framandi hof og virk eldfjöll sem minna okkur á að jörðin sjálf er ávallt lifandi. Heimsferðir bjóða upp á ferð til Balí 5.-17. mars og verður íslenskur fararstjóri á staðnum. Í fyrsta skipti gefst Íslendingum tækifæri til að fljúga með tveimur flugleggjum þessa löngu leið því Balí er sunnan miðbaugs, rétta norðan við Ástralíu. Flogið er með Icelandair til Istanbúl í Tyrklandi og áfram með Turkish Airlines til Denpasar á Balí. Frábærir flugtímar, þægileg tenging og farangur innritaður alla leið frá Keflavík til Balí. Þrjú hótel eru í boði en dvalið er í Seminyak sem er einn vinsælasti strandbær eyjunnar. Þar mætast balískur sjarmi, flottir veitingastaðir, kaffihús og fjölbreytt úrval verslana en verðlagið á Balí er einstaklega hagstætt. Fararstjóri Heimsferða er Apríl Harpa Smáradóttir sem þekkir Balí út og inn eftir að hafa búið að starfað þar í mörg ár. Hún leiðir ferðalangana inn í heim sem fáir ná að upplifa á eigin spýtur, frá jóga námskeiðum til ævintýralegra skoðunarferða um eyjuna en margar spennandi skoðunarferðir eru í boði. Balí er áfangastaður sem býður bæði upp á kyrrð og ævintýri. Hér getur þú átt notalega stund á ströndinni, hjólað í sveitunum, snorklað í litríkum kóralrifum eða týnt þér í sögunni sem lifir í hverju hofi og þorpi. Heimsókn til Balí mun kveikja hjá þér löngun til að snúa þangað aftur og aftur. Allar nánari upplýsingar má finna á vef Heimsferða. Ferðalög Ferðaþjónusta Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Meðal vinsælla og spennandi áfangastaða sem við bjóðum upp á í vetur má nefna Taíland, Egyptaland, Mexíkó, Kúbu, Balí og Japan en sú síðastnefnda verður vorið 2026,“ segir Margrét Helgadóttir, aðstoðar framkvæmdastjóri Heimsferða. „Sumir áfangastaðir eru vinsælli en aðrir og seljast því fyrr upp og því er góð hugmynd að kynna sér þá fyrr en síðar. Hér er ég t.d. að tala um jóla- og áramótaferðir til Egyptalands og Taílands en þær eru mjög vinsælar og seljast jafnan hratt upp, ferðina til Víetnam í janúar en þar eru enn nokkur sæti laus og Japan næsta vor en ferðin síðastliðið vor seldist hratt upp og var afar vel heppnuð.” Skoðum betur hvað Heimsferðir hafa upp á að bjóða í vetur en nánari upplýsingar um ferðirnar má finna á vef Heimsferða undir flipanum „Sérferðir“. Upplifðu alvöru taílenskt ævintýri með rólegu strandlífi og borgarfjöri Í þessari stórskemmtilegu Taílandsferð sameinast svo sannarlega afslöppun og ævintýri. Ferðin hefst í strandbænum Hua Hin sem stendur við bláan og tæran Taílandsflóa. Hua Hin er elsti og grónasti ferðamannastaður landsins sem byggðist upp á fyrri hluta síðustu aldar af betri borgurum Bangkok sem sóttu í þægilegt loftslag og rólegheit. Taílenskur matur er fyrir löngu orðinn heimsþekktur og býður bærinn upp á fjölmarga góða veitingastaði sem margir sérhæfa í ljúffengum sjávarréttum. Val er um nokkra gististaði í Hua Hin sem allir eru vel staðsettir og eru frá 3 til 5 stjörnu hótelum. Bangkok tekur næst við og þar er dvalið síðustu nætur ferðarinnar. Heimsborgin Bangkok er borg mikilla andstæðna og óendanlegs fjölbreytileika. Búddismi og gjálífi, skýjakljúfar og gömul hof, götubúllur og svalir barir og listasýningar blandast saman í borg þar sem allt leyfist. Að sjálfsögðu blómstrar matarmenningin í Bangkok en utan taílenskra og asískra veitingastaða má finna fjölda franskra, þýskra, sænskra, afrískra, bandarískra og ítalskra veitingastaða í borginni. Það fer enginn svangur heim frá Taílandi! Gist er á besta stað í borginni því Bangkok er sannarlega víðfeðm stórborg og því mikilvægt að vera nærri öllu því athyglisverðasta hvort heldur það er menning, verslunartækifæri eða skemmtun svo tíminn tapist ekki í tafsöm ferðalög. Íslensk fararstjórn er undir traustri stjórn Inga Bærings og Píu eiginkonu hans en þau búa í Taílandi. Boðið er upp á sex ferðir til Taílands. Sú fyrsta hefst 30. október og síðasta 25. janúar. Þrjár ferðanna er jóla- og áramótaferðir. Stysta ferðin inniheldur tíu gistinætur og sú lengsta 25 gistinætur. Hurghada – sól, saga og snorkl í Rauða hafinu Viltu flýja íslenskan desemberkulda og upplifa sól, sand og safarík ævintýri? Þá er Hurghada í Egyptalandi rétti áfangastaðurinn. Þar sameinast forn menning og nútímaleg lúxushótel í ómótstæðilegri blöndu sem gleður bæði sólþyrsta og ævintýragjarna landsmenn. Heimsferðir bjóða upp á ferðir til Hurghada 17. og 27. desember. Hurghada var eitt sinn lítið fiskimannaþorp en er í dag einn vinsælasti sólarstaður Evrópubúa og það er engin furða. Hér bíða þín langar gullnar sandstrendur, tær sjór og litrík kóralrif sem kalla á köfun eða snorkl. Mörg hótel bjóða bæði upp á köfunarnámskeið og skipulagðar ferðir fyrir þá sem vilja kanna undraheim hafsins. Flest hótel Heimsferða eru í strandbænum Makadi Bay og er yfirleitt fæði og drykkir innifalin í verðinu. Hurghada svæðið er nokkuð dreift og skiptist upp í mörg svæði og hótelin tilheyra ákveðnum ströndum eða strandsvæðum. Einnig má nefna að svæðið er sérstaklega fjölskylduvænt og mörg hótelanna eru með barnaklúbba, vatnagarða og bjóða upp á fjölbreytta fjölskylduafþreyingu. Staðsetning Makadi Bay er í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Hurghada flugvelli. Og þegar sólbaðinu er lokið bíða magnaðir dagsferðir, t.d. píramídarnir við Giza, Þjóðminjasafnið í Kaíró eða helgu hofin í Luxor. Þannig sameinar Hurghada það besta úr tveimur heimum: afslappaða lúxusdvöl við ströndina og ógleymanlega innlit í menningu sem mótaði heiminn. Þetta er ferð sem gleymist ekki. Egyptaland bíður þín með sól, sögu og smá töfra úr annarri veröld. Heimsóttu töfrandi og litríkan heim Mexíkó Það hefur löngum verið mikill ævintýraljómi yfir Mexíkó þar sem heillandi menning, skærir litir, gómsætur matur, ljúfar stundir og stórbrotin náttúrufegurð koma fyrst upp í hugann. Tvær ferðir til Mexíkó eru í boði dagana 7.-22. nóvember auk þess verður boðið er upp á ferð næstu páska sem báðar verða með sama sniði og ferðin í nóvember. Annar hópurinn heimsækir strandbæinn Playa del Carmen og hinn hópurinn heldur í hringferð um Yugatán skagann. Báðar ferðir bjóða upp á íslenskan fararstjóra. Ef þú ert að leita að strandstað sem sameinar afslöppun, menningu og ævintýri, þá er Playa del Carmen svarið. Þessi sjarmerandi bær við Karíbahafið býður upp á tæran og ylvolgan sjó og aðgang að einu stærsta kóralrifi heims. Hér geturðu snorklað eða kafað meðal litríkra fiska og skjaldbaka eða einfaldlega notið sólarinnar á fallegri ströndinni. Playa del Carmen er þó miklu meira en bara strendur. Strandbærinn býður upp á líflegt götulíf, mexíkóska gestrisni og matargerð sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Þarna ríkir góð stemning, menningin er litrík og hótelin eru lágreist og notaleg. Hægt er að velja á milli tveggja hótela og er fjöldi skoðunarferða í boði á meðan á dvöl stendur. Hvort sem þú vilt upplifa mexíkóska matargerð, forna menningu Mexíkóa eða einfaldlega synda í paradís, þá er Playa del Carmen hinn fullkomni áfangastaður. Ferðin um Yucatán skagann er sannkölluð sælureisa þar sem stórbrotin náttúra, litrík menning og heillandi saga mynda ógleymanlega heild. Ferðin hefst og endar í strandparadísinni Playa del Carmen en á leiðinni er stoppað í nýlendubæjum, frumskógum og söguslóðum fornu Maya þjóðarinnar. Í Valladolid, sem margir telja best geymda leyndarmál Mexíkó, upplifir þú kyrrlátt daglegt líf heimamanna og færð að synda í kristaltæru vatni Cenote lauganna. Í Chichén Itzá og Uxmal tekur við stórbrotin fornminjasaga með pýramídum, hofum og jafnvel gufubaði að hætti heimamanna. Campeche er heillandi og gömul sjóræningjaborg við hafið, en í menningarborginni Mérida bíða tónlist, dans og skrautlegir markaðir. Ferðin endar svo á ströndinni í Playa del Carmen, þar sem hægt er að slaka á, snorkla eða rölta líflega Quinta Avenida göngugötuna. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja sjá hið sanna Mexíkó – með kryddi, litum og ævintýrum á hverju horni. Kúba – þar sem tíminn hefur stöðvast Kúba er áfangastaður sem heillar alla. Eyjan þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað og lífsgleðin ræður ríkjum. Hér skipta áhyggjur litlu máli enda býður eyjan upp á sól og hita, mambótakt, rommglas í hönd og breitt bros heimamanna. Næsta ferð til Kúbu er 2.-18. febrúar 2026 og verður íslenskur fararstjóri með í för. Ferðin hefst á hvítum ströndum Varadero þar sem Karíbahafið blasir við í sinni fegurstu mynd. Þar geturðu valið á milli tveggja glæsilegra hótela, annað er fjölskylduvænt með allri þjónustu en hitt er eingöngu ætlað fullorðnu fólki. Á báðum hótelunum eru allar veitingar innifaldar. Eftir tíu daga á ströndinni tekur Havana við, hjarta Kúbu, sem býður upp á einstaka blöndu af menningu, tónlist og litadýrð. Hér má ganga um Malecon bakkann, skoða byltingartorgið, kíkja í vindlaverksmiðju eða taka einn léttan mojito á krá þar sem salsa hljómar fram á nótt. Gamlar amerískar bifreiðar, litrík hús og lífleg götumynd skapa andrúmsloft sem erfitt er að lýsa, þessa stemningu þarf hver og einn einfaldlega að upplifa. Þeir sem vilja kynnast Kúbu dýpra geta skellt sér út fyrir borgina, kafað í tærum sjónum eða hjólað framhjá tóbaksökrum og fundið fyrir ró lífsins í sveitinni. Kúba er meira en ferð, hún er upplifun sem kveikir gleði og skilur eftir minningar sem endast ævilangt Þar sem silki, saga og sál Asíu fléttast saman Víetnam er land sem fangar bæði hug og hjarta ferðalanga. Hér mætast silkimjúk menning, stórbrotin náttúra og saga sem enginn hefur getað brotið niður, hvorki Kínverjar, Frakkar né Bandaríkjamenn. Heimsferðir bjóða upp á ferð til Víetnam 8.-25. janúar 2026 með íslenskum fararstjóra. Fá laus pláss eru eftir og því mikilvægt að fólk tryggi sér sæti tímanlega. Ferðin hefst í norðri, í Hanoi, þar sem forna miðaldarhverfið lifir enn, götulífið er litrík sinfónía og eggjakaffið er ómissandi upplifun. Næst tekur Ninh Binh við með hrífandi kalksteinsklettum og kyrrlátu hrísgrjónaökrum – sannkölluð póstkortafegurð. Í miðju landsins bíða Hue og Hoi An sem eru fornar borgir sem opinbera dýrð keisara og menningu þar sem tíminn hefur staðið í stað. Í Hue má skoða grafhýsi konunganna og hið forboðna svæði hirðarinnar, en í Hoi An blandast kínversk og japönsk áhrif við rólegt bæjarlíf og fallegar strendur. Loks tekur Saigon og árósar Mekong fljótsins við með sínum ótrúlega andstæðum, hraðri borgaruppbyggingu, frönskum nýlendubyggingum, götumörkuðum og miklu fjöri. Þar má einnig heimsækja Cu Chi-göngin, sem segja sögu baráttu og þrautseigju. Víetnam er enginn venjulegur áfangastaður. Hér er boðið upp á ferðalag inn í lifandi menningu, bragðmikla matargerð og sögur sem móta nútímann. Með Heimsferðum kynnist þú hinu sanna Víetnam þar sem silki, saga og sál Asíu fléttast saman í ógleymanlega upplifun. Fararstjóri er Héðinn Svarfdal sem hefur stýrt fjölda ferða um Víetnam og nærliggjandi lönd og er óhætt að fullyrða að fáir Íslendingar hafa meiri reynslu og dýpri þekkingu á Víetnam. Japan býður upp á samruna fortíðar og framtíðar Japan er landið þar sem allt smellur saman: hefðir sem hafa lifað öldum saman, nútímaleg hönnun sem kveikir aðdáun og stórbrotin náttúra sem gera ferðalanga orðlausa. Í þessari fimmtán daga ævintýraferð kynnumst við öllu því sem gerir Japan einstakt. Heimsferðir bjóða upp á ferð til Japans 6.-21. apríl 2026. Vortíminn í Japan er frábær tími til að heimsækja landið, þegar kirsuberjatrén blómstra og náttúran stendur í blóma.Íslenskur fararstjóri verður með í för. Ferðin hefst í líflegu stórborginni Tókýó með öllum sínum musterum, mörkuðum og glitrandi skýjakljúfum. Þetta er borg sem er auðvelt að falla fyrir. Þaðan liggur leiðin að Fuji fjalli sem er helgasta fjall Japana. Einnig eru Oshino Hakkai tjarnirnar heimsóttar og Oishi garðurinn sem er þekktur fyrir árstíðabundna blómagarða sína. Borgin Matsumoto er heimsótt og sögulega þorpið Shirakawago sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Áfram heldur ferðalagið til Kyoto, hinnar fornu höfuðborgar Japans og hjarta japanskrar menningar. Þar heimsækjum við m.a. hið stórbrotna Kinkakuji musteri en ferðalangar fá líka nægan frjálsan tíma til að rölta um þessa fallegu borg og njóta á sínum hraða. Næst heimsækir hópurinn Arashiyama bambusskóginn þar sem fylgst er með hefðbundinni japanskri tegerð, kíkjum einnig á sake brugghús og skoðum Kurashiki borg og Bikan siglingarskurðinn. Í Hiroshima minnumst við sögunnar við Friðarminnismerkið, siglum til hinnar helgu Miyajima eyju og sjáum hinn fræga Itsukushima helgidóm. Ferðinni lýkur í Osaka, glaðværri borg matarunnenda, þar sem gist er síðustu tvær næturnar. Balí er ein helsta perla Suðaustur Asíu Það er óhætt að kalla Balí eina af perlum Suðaustur Asíu. Eyjan býður upp á hvítar strendur, tæran sjór og litríka menningu og hér finnur þú allt frá kyrrlátri náttúrufegurð til líflegs mannlífs, framandi hof og virk eldfjöll sem minna okkur á að jörðin sjálf er ávallt lifandi. Heimsferðir bjóða upp á ferð til Balí 5.-17. mars og verður íslenskur fararstjóri á staðnum. Í fyrsta skipti gefst Íslendingum tækifæri til að fljúga með tveimur flugleggjum þessa löngu leið því Balí er sunnan miðbaugs, rétta norðan við Ástralíu. Flogið er með Icelandair til Istanbúl í Tyrklandi og áfram með Turkish Airlines til Denpasar á Balí. Frábærir flugtímar, þægileg tenging og farangur innritaður alla leið frá Keflavík til Balí. Þrjú hótel eru í boði en dvalið er í Seminyak sem er einn vinsælasti strandbær eyjunnar. Þar mætast balískur sjarmi, flottir veitingastaðir, kaffihús og fjölbreytt úrval verslana en verðlagið á Balí er einstaklega hagstætt. Fararstjóri Heimsferða er Apríl Harpa Smáradóttir sem þekkir Balí út og inn eftir að hafa búið að starfað þar í mörg ár. Hún leiðir ferðalangana inn í heim sem fáir ná að upplifa á eigin spýtur, frá jóga námskeiðum til ævintýralegra skoðunarferða um eyjuna en margar spennandi skoðunarferðir eru í boði. Balí er áfangastaður sem býður bæði upp á kyrrð og ævintýri. Hér getur þú átt notalega stund á ströndinni, hjólað í sveitunum, snorklað í litríkum kóralrifum eða týnt þér í sögunni sem lifir í hverju hofi og þorpi. Heimsókn til Balí mun kveikja hjá þér löngun til að snúa þangað aftur og aftur. Allar nánari upplýsingar má finna á vef Heimsferða.
Ferðalög Ferðaþjónusta Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira