Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. september 2025 12:01 Stjörnurnar komu saman á Emmy verðlaununum í gær. SAMSETT Stærstu sjónvarpsstjörnur í heimi komu saman í gærkvöldi á Emmy verðlaunahátíðinni. Þau rokkuðu að sjálfsögðu hátískuflíkur en tóku þó minna af sénsum en gengur og gerist. Mjúkir pastellitir og mildir haustlitir réðu ríkjum í bland við rómantískan rauðan en ástin var að sama skapi í loftinu í gær. Ástin Skötuhjúin Selena Gomez og Benny Blanco kysstust á rauða dreglinum. Gomez skartaði rauðum galakjól frá hátískuhúsinu Louis Vuitton og beygði sig niður til að gefa sínum heittelskaða koss. Selena Gomez og Benny Blanco. Gilbert Flores/Variety via Getty Images Fyrrum unglingastjörnurnar Adam Brody og Leighton Meester voru sömuleiðis ástfangin og stórglæsileg á dreglinum í gær og minntu á gamlan Hollywood glamúr. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Sjóðheitar dívur Bandaríska bomban Sydney Sweeney hefur farið með hlutverk í gríðarlega vinsælum þáttaröðum á borð við Euphoria, Handmaid's Tale og The White Lotus. Hún var stórglæsileg að vanda í rauðum galakjól frá kjólameistaranum Oscar de la Renta. Leikkonan Sydney Sweeney hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið eftir umdeilda American Eagle gallabuxnaauglýsingu. Amy Sussman/Getty Images Suður-kóreska súperstjarnan Lisa er hvað þekktust sem hljómsveitameðlimur Blackpink en hún fór að sama skapi með lítið hlutverk í þriðju seríu af White Lotus. Hún skein skært á dreglinum í gær sem ljós bleikur draumur frá toppi til táar, í kjól frá Lever Couture með demantsskart frá Bvlgari. Leikkonan og K pop ofurstjarnan Lisa fór með hlutverk í nýjustu seríu af White Lotus. Frazer Harrison/Getty Images Ungstirnið Jenna Ortega sem fer með hlutverk Miðvikudags eða Wednesday í samnefndum þáttum bar af á dreglinum í gær í steinuðum sérhönnuðum klæðnaði frá hinni einu sönnu Söru Burton fyrir hönd tískuhússins Givenchy. Miðvikudagsmærin Jenna Ortega fer með hlutverk Wednesday Adams í samnefndum þáttum. Amy Sussman/Getty Images Leikkonan Hanna Einbinder fór heim með verðlaunastyttu í gær sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir gamanþættina Hacks. Hún rokkaði glæsilegan galakjól frá Louis Vuitton með rauða nælu við sem biðlaði til friðar og hélt kraftmikla ræðu. Leikkonan Hannah Einbinder vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Hacks og hélt þrusuræðu.Frazer Harrison/Getty Images) Hollywood leikkonan Brittany Snow var gríðarlega vinsæl fyrir rúmum áratugi síðan, lék meðal annars í Hairspray og Pitch Perfect myndunum og lét svo lítið fyrir sér fara í dágóðan tíma. Hún átti rosalega endurkomu í þáttunum The Hunting Wives og mætti galvösk á rauða dregilinn í gær í bandaríska tískumerkinu Weiderhoeft. Hollywood bomban Brittany Snow glitraði. Amy Sussman/Getty Images Euphoria stjarnan og fyrirsætan Hunter Schafer skein skært í djúpbleikum glæsilegum kjól frá hátískuhúsinu Alexander McQueen. Hunter Schafer sjóðheit í djúpbleikum síðkjól. Amy Sussman/Getty Images Skemmtilegast klæddu kvöldsins Leikarinn Colman Domingo er einhver best klæddi maður í heiminum og stígur aldrei feilspor á dreglinum. Hann skein skærar en flestir aðrir í gær í ekkert eðlilega smart klæðnaði frá tískuhúsinu Valentino. Colman Domingo er einhver best klæddi maður veraldar. Michael Buckner/Variety via Getty Images Dragdrottningin Suzie Toot sló í gegn í raunveruleikaþáttunum RuPaul's Drag Race og rokkaði ótrúlega skemmtilegt svart-hvítt lúkk í gær með slaufum, hatt og veski allt í stíl. Suzie Toot fór alla leið með lúkkið. Savion Washington/Getty Images Hjartaknúsarinn Pedro Pascal klæddist hvítum klæðum frá toppi til táar og örþunnum hvítum skóm við. Fötin voru frá tískuhúsinu Celine sem hefur sannarlega verið heitt hjá karlmönnum undanfarið eftir Kendrick Lamar svo gott sem braut Internetið þegar hann klæddist þröngum og útvíðum gallabuxum frá Celine á Ofurskálinni. Heitur í hvítu, Pedro Pascal kann sannarlega að klæða sig. Kevin Mazur/Getty Images Dragdrottningin Lucky Starzzz mætti með læti á dregilinn í gær með gríðarstóra fingur, rósabúnt á höfðinu og glamúrinn í forgrunni. Lucky Starzzz mætti með neglur og meððí. Maya Dehlin Spach/WireImage Hollywood Tíska og hönnun Emmy-verðlaunin Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Mjúkir pastellitir og mildir haustlitir réðu ríkjum í bland við rómantískan rauðan en ástin var að sama skapi í loftinu í gær. Ástin Skötuhjúin Selena Gomez og Benny Blanco kysstust á rauða dreglinum. Gomez skartaði rauðum galakjól frá hátískuhúsinu Louis Vuitton og beygði sig niður til að gefa sínum heittelskaða koss. Selena Gomez og Benny Blanco. Gilbert Flores/Variety via Getty Images Fyrrum unglingastjörnurnar Adam Brody og Leighton Meester voru sömuleiðis ástfangin og stórglæsileg á dreglinum í gær og minntu á gamlan Hollywood glamúr. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Sjóðheitar dívur Bandaríska bomban Sydney Sweeney hefur farið með hlutverk í gríðarlega vinsælum þáttaröðum á borð við Euphoria, Handmaid's Tale og The White Lotus. Hún var stórglæsileg að vanda í rauðum galakjól frá kjólameistaranum Oscar de la Renta. Leikkonan Sydney Sweeney hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið eftir umdeilda American Eagle gallabuxnaauglýsingu. Amy Sussman/Getty Images Suður-kóreska súperstjarnan Lisa er hvað þekktust sem hljómsveitameðlimur Blackpink en hún fór að sama skapi með lítið hlutverk í þriðju seríu af White Lotus. Hún skein skært á dreglinum í gær sem ljós bleikur draumur frá toppi til táar, í kjól frá Lever Couture með demantsskart frá Bvlgari. Leikkonan og K pop ofurstjarnan Lisa fór með hlutverk í nýjustu seríu af White Lotus. Frazer Harrison/Getty Images Ungstirnið Jenna Ortega sem fer með hlutverk Miðvikudags eða Wednesday í samnefndum þáttum bar af á dreglinum í gær í steinuðum sérhönnuðum klæðnaði frá hinni einu sönnu Söru Burton fyrir hönd tískuhússins Givenchy. Miðvikudagsmærin Jenna Ortega fer með hlutverk Wednesday Adams í samnefndum þáttum. Amy Sussman/Getty Images Leikkonan Hanna Einbinder fór heim með verðlaunastyttu í gær sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir gamanþættina Hacks. Hún rokkaði glæsilegan galakjól frá Louis Vuitton með rauða nælu við sem biðlaði til friðar og hélt kraftmikla ræðu. Leikkonan Hannah Einbinder vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Hacks og hélt þrusuræðu.Frazer Harrison/Getty Images) Hollywood leikkonan Brittany Snow var gríðarlega vinsæl fyrir rúmum áratugi síðan, lék meðal annars í Hairspray og Pitch Perfect myndunum og lét svo lítið fyrir sér fara í dágóðan tíma. Hún átti rosalega endurkomu í þáttunum The Hunting Wives og mætti galvösk á rauða dregilinn í gær í bandaríska tískumerkinu Weiderhoeft. Hollywood bomban Brittany Snow glitraði. Amy Sussman/Getty Images Euphoria stjarnan og fyrirsætan Hunter Schafer skein skært í djúpbleikum glæsilegum kjól frá hátískuhúsinu Alexander McQueen. Hunter Schafer sjóðheit í djúpbleikum síðkjól. Amy Sussman/Getty Images Skemmtilegast klæddu kvöldsins Leikarinn Colman Domingo er einhver best klæddi maður í heiminum og stígur aldrei feilspor á dreglinum. Hann skein skærar en flestir aðrir í gær í ekkert eðlilega smart klæðnaði frá tískuhúsinu Valentino. Colman Domingo er einhver best klæddi maður veraldar. Michael Buckner/Variety via Getty Images Dragdrottningin Suzie Toot sló í gegn í raunveruleikaþáttunum RuPaul's Drag Race og rokkaði ótrúlega skemmtilegt svart-hvítt lúkk í gær með slaufum, hatt og veski allt í stíl. Suzie Toot fór alla leið með lúkkið. Savion Washington/Getty Images Hjartaknúsarinn Pedro Pascal klæddist hvítum klæðum frá toppi til táar og örþunnum hvítum skóm við. Fötin voru frá tískuhúsinu Celine sem hefur sannarlega verið heitt hjá karlmönnum undanfarið eftir Kendrick Lamar svo gott sem braut Internetið þegar hann klæddist þröngum og útvíðum gallabuxum frá Celine á Ofurskálinni. Heitur í hvítu, Pedro Pascal kann sannarlega að klæða sig. Kevin Mazur/Getty Images Dragdrottningin Lucky Starzzz mætti með læti á dregilinn í gær með gríðarstóra fingur, rósabúnt á höfðinu og glamúrinn í forgrunni. Lucky Starzzz mætti með neglur og meððí. Maya Dehlin Spach/WireImage
Hollywood Tíska og hönnun Emmy-verðlaunin Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira