Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar 13. september 2025 22:00 Ríkisvaldið stuðlar að jaðarsetningu innflytjenda og ýtir undir andúð í þeirra garð – og það gera þeir atvinnurekendur líka sem gera engar kröfur til færni starfsfólks í íslensku. Er það meðvituð ákvörðun að halda innflytjendum jaðarsettum félagslega og setja þar með stein í götu allrar viðleitni til inngildingar? Eða er það ef til vill meðvitaður ásetningur að ýta undir útilokun þeirra frá samfélagslegri þátttöku með því að halda dyrunum að íslensku málsamfélagi sem mest lokuðum, ef ekki læstum? Er það meðvituð ákvörðun að gera engar kröfur til íslenskukunnáttu starfsfólks í þjónustu í framlínu? Í matvörubúðum, á veitingahúsum, á ferðaskrifstofum, í strætisvögnum, í sundlaugum, í bakaríum, í fataverslunum o.s.frv.. Mér er næst að halda það. Því atvinnurekendur hvort heldur í einka- eða opinbera geiranum eru sama sinnis ef marka má alla þá þjónustu sem virðist ekki hægt að fá nema að tala ensku! Er það meðvituð ákvörðun yfirvalda hjá ríki og Reykjavíkurborg að kynda undir pirring og andúð heimamanna í garð innflytjenda? Það skyldi engan undra að heimamenn verði pirraðir þegar ekki er hægt að fá grunnþjónustu – t.d. á þeim stöðum sem taldir voru upp að ofan – án þess að tala ensku! Og það liggur beinast við að beina pirringnum til starfsfólksins frekar en stjórnenda. Hvernig má það vera að fólk fái að starfa í framlínu í þjónustu án þess svo mikið sem að kunna að telja upp á tíu á íslensku? Hvenær varð enska forkrafa þess að geta keypt í matinn? Það er þyngra en tárum taki að meðtaka það að ríkisstjórn Íslands ætli sér að skera niður fjármagn til íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og fram kemur í fjárlagafrumvarpi, sem liggur nú fyrir alþingi. Færni í tungumálinu er lykill að samfélagslegri virkni líkt og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt. Í skýrslu OECD frá september 2024 um hæfni og inngildingu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, kemur fram að miðað við önnur OECD lönd þá eyðir Ísland ekki nema brotabroti fjár í íslenskukennslu. Skýrslan sýnir jafnframt að ætla megi að um 60% innflytjenda búi yfir færni í tungumáli móttökulands í öðrum OECD löndum. Á Íslandi er hún um 20%, sem er lægsta hlutfallið meðal OECD-landanna. Í skýrslunni kemur líka fram að „ólíkt flestum öðrum OECDlöndum með verulegan fjölda innflytjenda hefur Ísland ekki enn mótað skýra tungumálastefnu í kennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Af þeim sökum er Ísland eftirbátur annarra landa þegar kemur að ýmsum samofnum þáttum tungumálakennslu, þar á meðal fjármögnun, aðgengi að námskeiðum, kennaramenntun og stöðlun.“ Þetta eru forkastanlegar staðreyndir. En þær eru alfarið manngerðar og allt sem er manngert því má breyta. Án hvata til að læra íslensku er tómt mál að tala um að setja tungumálakröfur. Við þurfum ekki að fara lengra en til nágrannalandanna, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands sem öll bjóða upp á tungumálakennslu fyrir innflytjendur í miklu ríkara mæli þar sem færni í viðkomandi tungumáli er forkrafa þess að fá vinnu. Hér eru engar slíkar kröfur gerðar. Inngilding er hjóm eitt ef ekki eru gerðar kröfur til stjórnenda hjá hinu opinbera og á vinnumarkaði um íslenskukunnáttu starfsfólks og um leið að framboð á íslenskukennslu aukist til muna. Í stað þess að spýta í lófana, efla íslenskukennslu og gera um leið kröfur á íslenskukunnáttu á vinnumarkaði þá er skorið niður! Og það þrátt fyrir þá grundvallarstaðreynd að lykillinn að inngildingu og virkri samfélagslegri þátttöku sé kunnátta og færni í ríkjandi tungumáli. Einu haldbæru rökin fyrir þessari undarlegu ákvörðun eru að meðvitað sé verið að auka jaðarsetningu innflytjenda og passa upp á að þeir eigi ekki kost á félagslegum framgangi. Er það virkilega framtíðarsýn núverandi ríkisstjórnar í málefnum innflytjenda? Þetta er uggvænleg þróun og felur í sér margskonar hættur hvort heldur fyrir innflytjendur eða fyrir heimamenn og þá sem hafa íslensku að móðurmáli. Þessi opinbera stefna ýtir undir stéttskiptingu og félagslega lagskiptingu hvert sem litið er. Þessi staðfasta ákvörðun, sem endurspeglast í niðurskurði til íslenskukennslu og algjöru sinnuleysi þegar kemur að því að gera kröfur til innflytjenda um færni í tungumálinu ætti þó ekki að koma svo mikið á óvart þar sem viðhorf til innflytjenda hefur því miður allt of oft stýrst af því að líta á þá fyrst og fremst sem vinnuafl. Þegar sú hugsun er ríkjandi að innflytjendur séu vinnuafl sem ekki þarf að sinna svo þeir verði samkeppnisfærir þátttakendur í íslensku samfélagi er brýnt að hugsa að leikslokum áður en það verður of seint. Ég hvet íslenska stjórnmálastétt og atvinnurekendur að velta fyrir sér hvort það sé þeirra meðvitaði ásetningur að hafa hér margklofið samfélag þar sem sumir eru útvaldir og aðrir ekki eða hvort þeir vilji í raun og sann stuðla að inngildinu innflytjenda og friðsamlegum samskiptum allra sem í landinu búa? Hallfríður Þórarinsdóttir er doktor í menningarmannfræði. Hún stundar rannsóknir á innflytjendum á vinnumarkaði og situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisvaldið stuðlar að jaðarsetningu innflytjenda og ýtir undir andúð í þeirra garð – og það gera þeir atvinnurekendur líka sem gera engar kröfur til færni starfsfólks í íslensku. Er það meðvituð ákvörðun að halda innflytjendum jaðarsettum félagslega og setja þar með stein í götu allrar viðleitni til inngildingar? Eða er það ef til vill meðvitaður ásetningur að ýta undir útilokun þeirra frá samfélagslegri þátttöku með því að halda dyrunum að íslensku málsamfélagi sem mest lokuðum, ef ekki læstum? Er það meðvituð ákvörðun að gera engar kröfur til íslenskukunnáttu starfsfólks í þjónustu í framlínu? Í matvörubúðum, á veitingahúsum, á ferðaskrifstofum, í strætisvögnum, í sundlaugum, í bakaríum, í fataverslunum o.s.frv.. Mér er næst að halda það. Því atvinnurekendur hvort heldur í einka- eða opinbera geiranum eru sama sinnis ef marka má alla þá þjónustu sem virðist ekki hægt að fá nema að tala ensku! Er það meðvituð ákvörðun yfirvalda hjá ríki og Reykjavíkurborg að kynda undir pirring og andúð heimamanna í garð innflytjenda? Það skyldi engan undra að heimamenn verði pirraðir þegar ekki er hægt að fá grunnþjónustu – t.d. á þeim stöðum sem taldir voru upp að ofan – án þess að tala ensku! Og það liggur beinast við að beina pirringnum til starfsfólksins frekar en stjórnenda. Hvernig má það vera að fólk fái að starfa í framlínu í þjónustu án þess svo mikið sem að kunna að telja upp á tíu á íslensku? Hvenær varð enska forkrafa þess að geta keypt í matinn? Það er þyngra en tárum taki að meðtaka það að ríkisstjórn Íslands ætli sér að skera niður fjármagn til íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og fram kemur í fjárlagafrumvarpi, sem liggur nú fyrir alþingi. Færni í tungumálinu er lykill að samfélagslegri virkni líkt og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt. Í skýrslu OECD frá september 2024 um hæfni og inngildingu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, kemur fram að miðað við önnur OECD lönd þá eyðir Ísland ekki nema brotabroti fjár í íslenskukennslu. Skýrslan sýnir jafnframt að ætla megi að um 60% innflytjenda búi yfir færni í tungumáli móttökulands í öðrum OECD löndum. Á Íslandi er hún um 20%, sem er lægsta hlutfallið meðal OECD-landanna. Í skýrslunni kemur líka fram að „ólíkt flestum öðrum OECDlöndum með verulegan fjölda innflytjenda hefur Ísland ekki enn mótað skýra tungumálastefnu í kennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Af þeim sökum er Ísland eftirbátur annarra landa þegar kemur að ýmsum samofnum þáttum tungumálakennslu, þar á meðal fjármögnun, aðgengi að námskeiðum, kennaramenntun og stöðlun.“ Þetta eru forkastanlegar staðreyndir. En þær eru alfarið manngerðar og allt sem er manngert því má breyta. Án hvata til að læra íslensku er tómt mál að tala um að setja tungumálakröfur. Við þurfum ekki að fara lengra en til nágrannalandanna, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands sem öll bjóða upp á tungumálakennslu fyrir innflytjendur í miklu ríkara mæli þar sem færni í viðkomandi tungumáli er forkrafa þess að fá vinnu. Hér eru engar slíkar kröfur gerðar. Inngilding er hjóm eitt ef ekki eru gerðar kröfur til stjórnenda hjá hinu opinbera og á vinnumarkaði um íslenskukunnáttu starfsfólks og um leið að framboð á íslenskukennslu aukist til muna. Í stað þess að spýta í lófana, efla íslenskukennslu og gera um leið kröfur á íslenskukunnáttu á vinnumarkaði þá er skorið niður! Og það þrátt fyrir þá grundvallarstaðreynd að lykillinn að inngildingu og virkri samfélagslegri þátttöku sé kunnátta og færni í ríkjandi tungumáli. Einu haldbæru rökin fyrir þessari undarlegu ákvörðun eru að meðvitað sé verið að auka jaðarsetningu innflytjenda og passa upp á að þeir eigi ekki kost á félagslegum framgangi. Er það virkilega framtíðarsýn núverandi ríkisstjórnar í málefnum innflytjenda? Þetta er uggvænleg þróun og felur í sér margskonar hættur hvort heldur fyrir innflytjendur eða fyrir heimamenn og þá sem hafa íslensku að móðurmáli. Þessi opinbera stefna ýtir undir stéttskiptingu og félagslega lagskiptingu hvert sem litið er. Þessi staðfasta ákvörðun, sem endurspeglast í niðurskurði til íslenskukennslu og algjöru sinnuleysi þegar kemur að því að gera kröfur til innflytjenda um færni í tungumálinu ætti þó ekki að koma svo mikið á óvart þar sem viðhorf til innflytjenda hefur því miður allt of oft stýrst af því að líta á þá fyrst og fremst sem vinnuafl. Þegar sú hugsun er ríkjandi að innflytjendur séu vinnuafl sem ekki þarf að sinna svo þeir verði samkeppnisfærir þátttakendur í íslensku samfélagi er brýnt að hugsa að leikslokum áður en það verður of seint. Ég hvet íslenska stjórnmálastétt og atvinnurekendur að velta fyrir sér hvort það sé þeirra meðvitaði ásetningur að hafa hér margklofið samfélag þar sem sumir eru útvaldir og aðrir ekki eða hvort þeir vilji í raun og sann stuðla að inngildinu innflytjenda og friðsamlegum samskiptum allra sem í landinu búa? Hallfríður Þórarinsdóttir er doktor í menningarmannfræði. Hún stundar rannsóknir á innflytjendum á vinnumarkaði og situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar