Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 21:31 Kjartan Magnússon segir íbúa sakna þess að hafa lögreglustöð í Breiðholti. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“ Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira