Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 21:31 Kjartan Magnússon segir íbúa sakna þess að hafa lögreglustöð í Breiðholti. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“ Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira