Sungið og sungið í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2025 20:05 Sungið af mikilli innlifun í Tungnaréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað. Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað.
Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira