Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2025 19:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun á næstu vikum leggja fram stefnu i öryggis- og varnarmálum. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra hyggst leggja fram varnar- og öryggisstefnu á Alþingi í þessum mánuði. Líta þurfi á varnarmál til lengri tíma og gera það sem þarf til að verja öryggi borgaranna. Í morgun var kynnt skýrsla samráðshóps þingmanna um fjórtán lykiláherslur í varnar- og öryggismálum hér á landi. Utanríkisráðherra mun leggja stefnu í málaflokknum fyrir þingið á næstu vikum sem byggir á skýrslunni. „Ógnin er veruleg. Allar vísbendingar, allar upplýsingar sýna að við þurfum að taka þessu mjög alvarlega. Áhugi Rússa á Norðurslóðum hefur ekkert minnkað með stríði í Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Efla innviði landsins Áherslupunktarnir eru fjórtán og þeim skipt niður í þrjá flokka. Fyrst á að efla alþjóðasamstarf, í gegnum NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og með styrkingu norræns varnarsamstarfs. Þá á að efla innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu, meðal annars með auknum fjárfestingum, eflingu áfallaþols, aukinni greiningargetu og virkri upplýsingamiðlun. Að lokum þarf að bregðast við áskorunum í stofnana- og lagaumhverfi, með gerð heildstæðrar löggjafar og styrkingu stofnanaumgjarðar. „Við þurfum að efla mannauðinn hér heima, efla enn frekar eigin greiningargetu, að sjálfsögðu munum við styðjast við greiningar og samstarf annarra ríkja en við þurfum líka að geta metið það sjálf út fá okkar fullveldi hreinlega.“ Ekki til umræðu að hér verði varnarlið Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi opna og lýðræðislega umræðu og styrkja fjölmiðla. Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem situr í samráðshópnum segir stjórnvöld þurfa að styrkja fjölmiðlaumhverfið. „Við erum ekki nægilega dugleg að vera tilbúin að borga fyrir að fá upplýsingar sem að eru réttar þar sem eru gerðar kröfur til þeirra sem þar starfa, þar sem eru einhverjir ábyrgðarmenn þar að baki. ÞEtta er líka eitthvað sem við þurfum að spyrja okkur: hvers virði eru sterkir fjölmiðlar, öflugir fjölmiðlar og hvaða hlutverki hafa þeir að gegna í samfélögum?“ spyr Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir ekki koma til greina að stofna her hér á landi og ekki hafi komið til umræðu að hér verði varnarlið með fasta viðveru. „Hér er alltaf viðverandi herafli með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorgerður. „Við þurfum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það sé ákveðin fæling hér á Íslandi, að við getum staðið frammi fyrir þeim ógnum sem vissulega kunna að koma án þess að við stefnum öryggi borgaranna í hættu.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Alþingi Tengdar fréttir Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Í morgun var kynnt skýrsla samráðshóps þingmanna um fjórtán lykiláherslur í varnar- og öryggismálum hér á landi. Utanríkisráðherra mun leggja stefnu í málaflokknum fyrir þingið á næstu vikum sem byggir á skýrslunni. „Ógnin er veruleg. Allar vísbendingar, allar upplýsingar sýna að við þurfum að taka þessu mjög alvarlega. Áhugi Rússa á Norðurslóðum hefur ekkert minnkað með stríði í Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Efla innviði landsins Áherslupunktarnir eru fjórtán og þeim skipt niður í þrjá flokka. Fyrst á að efla alþjóðasamstarf, í gegnum NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og með styrkingu norræns varnarsamstarfs. Þá á að efla innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu, meðal annars með auknum fjárfestingum, eflingu áfallaþols, aukinni greiningargetu og virkri upplýsingamiðlun. Að lokum þarf að bregðast við áskorunum í stofnana- og lagaumhverfi, með gerð heildstæðrar löggjafar og styrkingu stofnanaumgjarðar. „Við þurfum að efla mannauðinn hér heima, efla enn frekar eigin greiningargetu, að sjálfsögðu munum við styðjast við greiningar og samstarf annarra ríkja en við þurfum líka að geta metið það sjálf út fá okkar fullveldi hreinlega.“ Ekki til umræðu að hér verði varnarlið Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi opna og lýðræðislega umræðu og styrkja fjölmiðla. Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem situr í samráðshópnum segir stjórnvöld þurfa að styrkja fjölmiðlaumhverfið. „Við erum ekki nægilega dugleg að vera tilbúin að borga fyrir að fá upplýsingar sem að eru réttar þar sem eru gerðar kröfur til þeirra sem þar starfa, þar sem eru einhverjir ábyrgðarmenn þar að baki. ÞEtta er líka eitthvað sem við þurfum að spyrja okkur: hvers virði eru sterkir fjölmiðlar, öflugir fjölmiðlar og hvaða hlutverki hafa þeir að gegna í samfélögum?“ spyr Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir ekki koma til greina að stofna her hér á landi og ekki hafi komið til umræðu að hér verði varnarlið með fasta viðveru. „Hér er alltaf viðverandi herafli með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorgerður. „Við þurfum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það sé ákveðin fæling hér á Íslandi, að við getum staðið frammi fyrir þeim ógnum sem vissulega kunna að koma án þess að við stefnum öryggi borgaranna í hættu.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Alþingi Tengdar fréttir Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30
Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04
Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51