Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Eiður Þór Árnason skrifar 12. september 2025 15:11 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Helga Rósa Másdóttir, formaður Fíh. Vísir Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. „Með þessum áformum afhjúpar ríkisstjórnin þekkingar- og skeytingarleysi sitt á mikilvægi samstarfs við aðila vinnumarkaðarins,“ segir í yfirlýsingu frá forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og formönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), Kennarasambands Íslands (KÍ), Bandalags háskólamanna (BHM) og BSRB. Fordæmalaust sé að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Verkalýðsforkólfarnir segja þetta bætast við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar af sama toga um skerðingu atvinnuleysistrygginga sem og skerðingu réttinda örorku- og ellilífeyrisþega í lífeyrissjóðum. Undir yfirlýsinguna skrifa Finnbjörn A Hermannsson, forseti ASÍ, Helga Rósa Másdóttir, formaður Fíh, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. „Grunnstoð íslenska vinnumarkaðsmódelsins er náið samráð og samskipti aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um öll þau mál er snúa að kjörum launafólks. Þetta módel er undirstaða sterks vinnumarkaðar á Íslandi og velferðarsamfélagsins og er lykilatriði að farsæld þeirra verkefna sem unnin eru á vettvangi ríkisins.“ Mikilvægt að stofnanir búi yfir hæfu starfsfólki Að sögn ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar breytingar liður í því að stofnanir ríkisins geti „skapað starfsfólki öruggt og heilsusamlegt umhverfi.“ Ákvörðun um uppsögn og lausn um stundarsakir verði áfram stjórnvaldsákvarðanir. „Þannig er tryggt að ákvarðanir munu áfram þurfa að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem samræmist réttmætisreglu stjórnsýslulaga og að meðalhófs verði gætt. Starfsfólk ríkisins er í lykilhlutverki við að veita góða opinbera þjónustu og mikilvægt að stofnanir ríkisins laði að og búi yfir hæfu starfsfólki til þess að sinna opinberri þjónustu. Þannig næst fram hagkvæmni í ríkisrekstri og bætt þjónusta samfélaginu til heilla,“ segir í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
„Með þessum áformum afhjúpar ríkisstjórnin þekkingar- og skeytingarleysi sitt á mikilvægi samstarfs við aðila vinnumarkaðarins,“ segir í yfirlýsingu frá forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og formönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), Kennarasambands Íslands (KÍ), Bandalags háskólamanna (BHM) og BSRB. Fordæmalaust sé að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Verkalýðsforkólfarnir segja þetta bætast við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar af sama toga um skerðingu atvinnuleysistrygginga sem og skerðingu réttinda örorku- og ellilífeyrisþega í lífeyrissjóðum. Undir yfirlýsinguna skrifa Finnbjörn A Hermannsson, forseti ASÍ, Helga Rósa Másdóttir, formaður Fíh, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. „Grunnstoð íslenska vinnumarkaðsmódelsins er náið samráð og samskipti aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um öll þau mál er snúa að kjörum launafólks. Þetta módel er undirstaða sterks vinnumarkaðar á Íslandi og velferðarsamfélagsins og er lykilatriði að farsæld þeirra verkefna sem unnin eru á vettvangi ríkisins.“ Mikilvægt að stofnanir búi yfir hæfu starfsfólki Að sögn ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar breytingar liður í því að stofnanir ríkisins geti „skapað starfsfólki öruggt og heilsusamlegt umhverfi.“ Ákvörðun um uppsögn og lausn um stundarsakir verði áfram stjórnvaldsákvarðanir. „Þannig er tryggt að ákvarðanir munu áfram þurfa að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem samræmist réttmætisreglu stjórnsýslulaga og að meðalhófs verði gætt. Starfsfólk ríkisins er í lykilhlutverki við að veita góða opinbera þjónustu og mikilvægt að stofnanir ríkisins laði að og búi yfir hæfu starfsfólki til þess að sinna opinberri þjónustu. Þannig næst fram hagkvæmni í ríkisrekstri og bætt þjónusta samfélaginu til heilla,“ segir í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29