„Þetta eru ekki góðar móttökur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. september 2025 16:55 Kristín I. Pálsdóttir, talskona Konukots, og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Vísir/Arnar Halldórsson Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum. Í kærunni, sem tekin var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, er farið fram á að byggingarleyfi fyrir Ármúla 34 vegna starfsemi Konukots verði fellt úr gildi á þeim forsendum að starfsemi Konukots, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, uppfylli ekki kröfur byggingargerðareglna. Samkvæmt byggingarleyfinu sem gefið var út þann 1. júlí er Konukot flokkað út frá notunarflokki fjögur, mannvirki þar sem gert er ráð fyrir að fólk gisti og er fært um að bjarga sér sjálft út úr mannvirkinu skyldi kvikna þar eldur. Í kæru Sameindar segir hins vegar að húsnæðið ætti að vera í notunarflokki fimm. „Þar sem Konukot er félagslegt úrræði eða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar í mikilli neyslu dvelja. Skjólstæðingar Konukots geta því ekki með nokkru móti bjargað sér af sjálfsdáðum úr mannvirkinu ef til eldsvoða kemur,“ segir í kærunni. Undir liðnum hagsmunir kæranda segir forsvarsmaður Sameindar mikið ónæði og sóðaskap fylgja fyrirhugaðri starfsemi Konukots. „Flestallar konurnar eru eiturlyfjaneytendur og eru þær hættulegar sínu nánasta umhverfi. Starfsemi Sameindar rannsóknarstofu er í um tíu metra fjarlægð frá inngangi að Ármúla 34 þar sem fyrirhugað er að starfsemi Konukots verði,“ er ritað. „Í athvarfi fyrir fíkniefnaneytendur hafa komið upp berklatilfelli á þessu ári og eru þessir einstaklingar tregir til að leita sér meðferðar og eru því oft smitandi. Til Sameindar koma ónæmisbældir sjúklingar að leita sér lækninga og getur það verið lífshættulegt fyrir þá sem smitast af berklum. Búast má við því að skjólstæðingar Konukots muni leita inn í biðstofu og salerni Sameindar sem er óásættanlegt. Athvarf fyrir fíkniefnaneytendur og heilbrigðisstarfsemi fara á engan hátt saman.“ Séu óþarflega miklar áhyggjur og stórar yfirlýsingar „Þetta eru ekki góðar móttökur sem við erum að fá þarna,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, talskona Konukots, innt eftir viðbrögðum við kærunni. „Ég held að þetta séu óþarflega miklar áhyggjur og stórar yfirlýsingar um gesti okkar í Konukoti. Við erum núna í Eskihlíð þar sem skóli og leikskóli við hliðina á. Það sambýli hefur gengið mjög vel. Það er leiðinlegt að sjá stórýktar yfirlýsingar um gesti okkar.“ Hún segir konurnar sem nýti sér þjónustu Konukots ekki hafa áhuga á að fara inn í biðstofur eða andyri annarra stofnana og vonar að með góðu samstarfi eftir flutningana að hægt verði að slá á óttann. „Þetta er hópur sem hefur sömu réttindi og annað fólk, sömu gestir. Þær reyna almennt að forðast aðra, þessar konur. Mér finnst þetta stórar yfirlýsingar, við erum ekki fluttar og það hafa ekki komið upp neinir árekstrar.“ Varðandi meint berklasmit segir hún að henni vitandi hafi aldrei komið upp berklatilfelli í Konukoti. „Mér finnst þetta ansi mikil skrímslavæðing á þessum jaðarsetta hópi og ekki síst þegar það kemur frá fólki sem er með heilbrigðisþjónustu. Þau hljóta að þurfa sinna öllum, það eru sjálfsögð réttindi allra,“ segir Kristín. Málið sé hins vegar á borði Reykjavíkurborgar sem úthlutaði starfsemi Konukots húsnæðið. Í Ármúlanum verður pláss fyrir tólf skjólstæðinga á annarri hæð og tímabundið búsetuúrræði fyrir sex skjólstæðinga á þeirri þriðju. Líkt og kom fram var byggingarleyfið gefið út þann 1. júlí en starfsemi Konukots fer enn fram í Eskihlið. „Það er ekki hægt að segja nákvæma dagsetningu fyrir svona flutninga,“ segir Kristín en til stóð að flutningarnir færu fram í ágúst- eða septembermánuði. „Við vonumst til þess að við náum að vinna vel með nágrönnum og slá á óhóflegan ótta.“ Vilja að nefndin hafni kröfunum Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar en í ítarlegri greinargerð segist Reykjavíkurborg krefjast þess að kröfum kæranda verði vísað frá eða að öllum kröfunum verði hafnað. Hvað varði flokkun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar á starfsemi Konukots sé um að ræða húnsæði þar sem fólk gisti og sé almennt fært um að bjarga sér sjálft úr mannvirkinu skyldi þar kvikna eldur. „Konukot er ekki meðferðar- og legudeild sjúkrahúss, vöggustofa, íbúð eða stofnun fyrir aldraða eða fatlaða, leikskóli eða yngsta deild grunnskóla,“ segir í greinargerðinni en slík húsnæði falla undir fimmta notkunarflokkinn þar sem þeir sem dvelja í húsinu eru almennt ekki taldir færir um að koma sér út í eldsvoða. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Í kærunni, sem tekin var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, er farið fram á að byggingarleyfi fyrir Ármúla 34 vegna starfsemi Konukots verði fellt úr gildi á þeim forsendum að starfsemi Konukots, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, uppfylli ekki kröfur byggingargerðareglna. Samkvæmt byggingarleyfinu sem gefið var út þann 1. júlí er Konukot flokkað út frá notunarflokki fjögur, mannvirki þar sem gert er ráð fyrir að fólk gisti og er fært um að bjarga sér sjálft út úr mannvirkinu skyldi kvikna þar eldur. Í kæru Sameindar segir hins vegar að húsnæðið ætti að vera í notunarflokki fimm. „Þar sem Konukot er félagslegt úrræði eða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar í mikilli neyslu dvelja. Skjólstæðingar Konukots geta því ekki með nokkru móti bjargað sér af sjálfsdáðum úr mannvirkinu ef til eldsvoða kemur,“ segir í kærunni. Undir liðnum hagsmunir kæranda segir forsvarsmaður Sameindar mikið ónæði og sóðaskap fylgja fyrirhugaðri starfsemi Konukots. „Flestallar konurnar eru eiturlyfjaneytendur og eru þær hættulegar sínu nánasta umhverfi. Starfsemi Sameindar rannsóknarstofu er í um tíu metra fjarlægð frá inngangi að Ármúla 34 þar sem fyrirhugað er að starfsemi Konukots verði,“ er ritað. „Í athvarfi fyrir fíkniefnaneytendur hafa komið upp berklatilfelli á þessu ári og eru þessir einstaklingar tregir til að leita sér meðferðar og eru því oft smitandi. Til Sameindar koma ónæmisbældir sjúklingar að leita sér lækninga og getur það verið lífshættulegt fyrir þá sem smitast af berklum. Búast má við því að skjólstæðingar Konukots muni leita inn í biðstofu og salerni Sameindar sem er óásættanlegt. Athvarf fyrir fíkniefnaneytendur og heilbrigðisstarfsemi fara á engan hátt saman.“ Séu óþarflega miklar áhyggjur og stórar yfirlýsingar „Þetta eru ekki góðar móttökur sem við erum að fá þarna,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, talskona Konukots, innt eftir viðbrögðum við kærunni. „Ég held að þetta séu óþarflega miklar áhyggjur og stórar yfirlýsingar um gesti okkar í Konukoti. Við erum núna í Eskihlíð þar sem skóli og leikskóli við hliðina á. Það sambýli hefur gengið mjög vel. Það er leiðinlegt að sjá stórýktar yfirlýsingar um gesti okkar.“ Hún segir konurnar sem nýti sér þjónustu Konukots ekki hafa áhuga á að fara inn í biðstofur eða andyri annarra stofnana og vonar að með góðu samstarfi eftir flutningana að hægt verði að slá á óttann. „Þetta er hópur sem hefur sömu réttindi og annað fólk, sömu gestir. Þær reyna almennt að forðast aðra, þessar konur. Mér finnst þetta stórar yfirlýsingar, við erum ekki fluttar og það hafa ekki komið upp neinir árekstrar.“ Varðandi meint berklasmit segir hún að henni vitandi hafi aldrei komið upp berklatilfelli í Konukoti. „Mér finnst þetta ansi mikil skrímslavæðing á þessum jaðarsetta hópi og ekki síst þegar það kemur frá fólki sem er með heilbrigðisþjónustu. Þau hljóta að þurfa sinna öllum, það eru sjálfsögð réttindi allra,“ segir Kristín. Málið sé hins vegar á borði Reykjavíkurborgar sem úthlutaði starfsemi Konukots húsnæðið. Í Ármúlanum verður pláss fyrir tólf skjólstæðinga á annarri hæð og tímabundið búsetuúrræði fyrir sex skjólstæðinga á þeirri þriðju. Líkt og kom fram var byggingarleyfið gefið út þann 1. júlí en starfsemi Konukots fer enn fram í Eskihlið. „Það er ekki hægt að segja nákvæma dagsetningu fyrir svona flutninga,“ segir Kristín en til stóð að flutningarnir færu fram í ágúst- eða septembermánuði. „Við vonumst til þess að við náum að vinna vel með nágrönnum og slá á óhóflegan ótta.“ Vilja að nefndin hafni kröfunum Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar en í ítarlegri greinargerð segist Reykjavíkurborg krefjast þess að kröfum kæranda verði vísað frá eða að öllum kröfunum verði hafnað. Hvað varði flokkun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar á starfsemi Konukots sé um að ræða húnsæði þar sem fólk gisti og sé almennt fært um að bjarga sér sjálft úr mannvirkinu skyldi þar kvikna eldur. „Konukot er ekki meðferðar- og legudeild sjúkrahúss, vöggustofa, íbúð eða stofnun fyrir aldraða eða fatlaða, leikskóli eða yngsta deild grunnskóla,“ segir í greinargerðinni en slík húsnæði falla undir fimmta notkunarflokkinn þar sem þeir sem dvelja í húsinu eru almennt ekki taldir færir um að koma sér út í eldsvoða.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira