Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2025 12:59 Flaggað er í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið við Engjaveg vegna morðsins. Vísir/Anton Brink Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Viðbrögðin við morðinu á Charlie Kirk hafa verið gríðarleg og mun meiri en viðbrögð við morði á þingkonu demókrata í Minnesota og eiginmanni hennar í sumar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir eina ástæðu þessa þá að það sé í hag Bandaríkjaforseta að magna málið upp. „Auðvitað er þetta hræðilegur atburður. Pólitísk morð, þau eru auðvitað alltaf hrikaleg en saga Bandaríkjanna er full af slíkum pólitískum voðaverkum. Þannig að það er í rauninni hin pólitíska staða málsins sem gerir það að verkum að viðbrögðin eru þessi.“ Fólk beggja vegna pólitísku línunnar hefur harmað morðið. „Viðbrögð við svona eru hreinlega flokkspólitísk. Það eru þeir sem standa hægra megin í stjórnmálunum fyrir hið harða þjóðernislega íhald sem bregðast hart við þessu. Fólk sem brást ekki hart við þegar þingkona demókrataflokksins var myrt. Og svo er það öfugt hinum megin. Það er hreinlega þannig að viðbrögðin eru rammpólitísk,“ segir Eiríkur. „Þetta er klasssískt dæmi um skautunina sem er í stjórnmálaumræðunni. En alvarleikin er kannski sá að það er hægt að nýta atburð sem þennan til að herða tökin enn frekar.“ Trump hefur undanfarið seilst lengra en forverar hans í starfi og til dæmis hótað að siga stríðsmálaráðuneyti sínu á Chicago borg, og sent þjóðvarðliðið til Los Angeles og út á götur Washington borgar. „Og færir forsetanum vopn í hendur til að halda áfram. Hann er orðinn mjög valdsækinn forseti og farinn að grafa undan helstu stoðum lýðræðis í Bandaríkjunum. Hann er mjög herskár og sá tónn herðist enn frekar við atburði sem þennan.“ Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Viðbrögðin við morðinu á Charlie Kirk hafa verið gríðarleg og mun meiri en viðbrögð við morði á þingkonu demókrata í Minnesota og eiginmanni hennar í sumar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir eina ástæðu þessa þá að það sé í hag Bandaríkjaforseta að magna málið upp. „Auðvitað er þetta hræðilegur atburður. Pólitísk morð, þau eru auðvitað alltaf hrikaleg en saga Bandaríkjanna er full af slíkum pólitískum voðaverkum. Þannig að það er í rauninni hin pólitíska staða málsins sem gerir það að verkum að viðbrögðin eru þessi.“ Fólk beggja vegna pólitísku línunnar hefur harmað morðið. „Viðbrögð við svona eru hreinlega flokkspólitísk. Það eru þeir sem standa hægra megin í stjórnmálunum fyrir hið harða þjóðernislega íhald sem bregðast hart við þessu. Fólk sem brást ekki hart við þegar þingkona demókrataflokksins var myrt. Og svo er það öfugt hinum megin. Það er hreinlega þannig að viðbrögðin eru rammpólitísk,“ segir Eiríkur. „Þetta er klasssískt dæmi um skautunina sem er í stjórnmálaumræðunni. En alvarleikin er kannski sá að það er hægt að nýta atburð sem þennan til að herða tökin enn frekar.“ Trump hefur undanfarið seilst lengra en forverar hans í starfi og til dæmis hótað að siga stríðsmálaráðuneyti sínu á Chicago borg, og sent þjóðvarðliðið til Los Angeles og út á götur Washington borgar. „Og færir forsetanum vopn í hendur til að halda áfram. Hann er orðinn mjög valdsækinn forseti og farinn að grafa undan helstu stoðum lýðræðis í Bandaríkjunum. Hann er mjög herskár og sá tónn herðist enn frekar við atburði sem þennan.“
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira