Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2025 10:54 Tilkynningum um „spoofing“ hefur fjölgað mjög. Vísir/Vilhelm Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum. Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum.
Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent