Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2025 10:54 Tilkynningum um „spoofing“ hefur fjölgað mjög. Vísir/Vilhelm Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum. Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Sjá meira
Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum.
Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Sjá meira