Sport

Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marcus Helbig er fallinn frá.
Marcus Helbig er fallinn frá. vísir/getty

Einn besti handknattleiksdómari heims síðustu áratugi, Marcus Helbig, er látinn langt fyrir aldur fram.

Helbig hafði verið að glíma við erfið veikindi og er nú fallinn frá aðeins 53 ára gamall.

Helbig og Lars Geipel voru eitt besta dómarapar heims um áratugaskeið en þeir byrjuðu að dæma saman árið 1993. Síðasti leikur þeirra saman var á EM árið 2020 en eftir það veiktist Helbig.

Helbig og Geipel dæmdu fjölmarga leiki íslenska landsliðsins og voru með á öllum stórmótum frá árinu 2008.

Þeir dæmdu meðal annars á sex HM og tvennum Ólympíuleikum. Saman dæmdu þeir Helbig og Geipel yfir 600 leiki í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×