Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar 10. september 2025 12:30 Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vindorka Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun