Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. september 2025 12:16 Frá fundi fulltrúa Alcoa á Reyðarfirði með Rafiðnaðarsambandi Íslands og Afls starfsgreinafélags sem hófst klukkan tíu í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/tómas Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær. Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira