Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. september 2025 12:16 Frá fundi fulltrúa Alcoa á Reyðarfirði með Rafiðnaðarsambandi Íslands og Afls starfsgreinafélags sem hófst klukkan tíu í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/tómas Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær. Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira