Íslenski boltinn

„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Siggi Hall meistarakokkur og Siggi Hall markaskorari.
Siggi Hall meistarakokkur og Siggi Hall markaskorari.

Sigurður Bjartur Hallsson og hinn eini sanni Siggi Hall fara á kostum í nýjustu auglýsingu Bestu deildarinnar.

Sigurður Bjartur hefur verið heitasti framherji deildarinnar síðustu vikur en hann fær áminningu frá hinum goðsagnakennda kokki, Sigga Hall, að það sé bara einn Siggi Hall.

Klippa: Þú veist að það er bara einn Siggi Hall

Lokaumferðin í deildarkeppni Bestu deildarinnar fer fram á sunnudag og mánudag.

Sigurður Bjartur og félagar í FH spila þá gegn Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×