Tíska og hönnun

Í þrjá­tíu ára gömlum fötum af mömmu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Diljá Mist rokkaði þrjátíu ára gamalt fitt í gær.
Diljá Mist rokkaði þrjátíu ára gamalt fitt í gær. Vísir/Anton Brink

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul.

Sindri Snær, litli bróðir Diljár, birti mynd af Diljá á Instagram þar sem hann skrifar að hún hafi mætt á þingsetningu í þrjátíu ára gömlu dressi af móður þeirra sem var keypt í Spakmannsspjörum, einu elsta tískuhúsi landsins. 

Er um að ræða upphneppt korselett, svartar buxur og svo köflóttar ermar og aðskilinn kraga og virtist Diljá Mist njóta sín í botn í þessum klæðum. 

Diljá Mist endurbirti mynd frá bróður sínum og segir flíkurnar ótrúlegar!Instagram @diljamist

Haustlitir og þjóðbúningar tóku annars yfir þingsetninguna í gær eins og sjá má hér: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.