Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 10. september 2025 08:33 Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skrásetningargjald er ætlað að greiða þau útgjöld sem hljótast vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Því hefur lengi verið slegið upp að opinber háskólamenntun á Íslandi sé gjaldfrjáls að öðru leyti en það gjald sem rennur í skrásetningu. Notum réttu orðin. Þessi áform yfirvalda er að setja á skólagjöld í Háskóla Íslands. Við komumst ekki upp með að kalla þetta skrásetningargjald lengur enda er það ljóst að gjaldið rennur í umtalsvert fleira en skrásetningu. Það sem vekur aukinheldur furðu okkar í Vöku er það að ráðist sé í þessa hækkun á gjaldinu á þessari stundu í ljósi þess að enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort Háskóla Íslands sé á annað borð heimilt að innheimta það. Lögmæti gjaldsins er satt best að segja í algjörri óvissu. Árið 2023 úrskurðaði Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema að innheimta gjaldsins í núverandi mynd væri ólögmæt í ljósi þess að Háskólanum hefði ekki tekist að sýna fram á hvernig gjaldinu væri ráðstafað. Þessu máli er þó ekki lokið enda fór Háskólinn fram á endurupptöku úrskurðarins og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni sem enn hefur ekki kveðið upp endanlega úrskurð sinn. Hér ber því að ítreka að eins og staðan er í dag hvílir gjaldið ekki á traustum grunni Með þessar staðreyndir í huga verður það að teljast afar óábyrgt af rektor að fara þess á leit að gjaldið verði hækkað og enn óábyrgara af ráðherra háskólamála að verða við þeirri beiðni rektors. Í þessu tilfelli væri betur heima setið en af stað farið, enda getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar reynist gjaldið í raun vera ólögmætt. Háskóli Íslands er fjársveltur og er hann í rauninni langminnstur í gotinu miðað við systkini sín á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er ýmist frjáls eða gjöld hófleg. Það er sorglegt að óskað sé eftir því að stúdenta eigi að bera upp rekstur opinberrar háskólamenntunar. Sérstaklega þegar Háskóli Íslands er ekki rekinn fyrir stúdenta. Á einhverjum tímapunkti urðu kaflaskil. Grunnskylda HÍ hætti að vera að sinna stúdentum sínum. Stúdentar fá ekki að mæta í skólann án þess að borga háar upphæðir fyrir bílastæði eða meingallaðar almenningssamgöngur, stúdentar fá ekki aðgang að upptökum af fyrirlestrum sínum, sumir stúdentar fá ekki að taka endurtektarpróf eða fá að taka þau það seint að þau missa af útskriftinni sinni, stúdentar þurfa að líða fyrir pláss- og stofuleysi og sumum stúdentum hefur verið gert að dúsa í stofum án rafmagns, internets og gluggatjalda eða í stofum sem hristast undan framkvæmda við Nýja Landspítala, stúdentar fá ekki einu sinni að velja sinn rektor. Ef yfirvöld fá sínu framgengt og koma á skólagjaldi við HÍ þá skerðir það aðgengi að námi, einkum fyrir efnaminni samfélagshópa. Einstæða móðirinn á ekki lengur efni að borga æfingagjöldin fyrir yngsta soninn. Norðfirðingurinn þarf að finna sér nýja drauma um ævistarf þar sem hann á ekki efni á leigu vegna þess að Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjaldinu. Tilvonandi viðskiptafræði-, sálfræði-, hagfræði-, lögfræði- og tölvunarfræðinemar munu frekar leita í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fá í það minnsta það sem þau borga fyrir. Fjármögnun háskólanna er nú hlutverk stúdenta, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tök á því að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu. Hinni fylkingunni hefur verið tíðrætt um fulltrúa stúdenta fyrir Vöku í háskólaráði. Þegar þetta mál kom fyrst á borð háskólaráðs var uppi spurningin um hvort senda ætti boð til háskólaráðuneytisins um hækkun skrásetningargjalds. Fulltrúi Vöku sat í upphafi hjá til að kynna sér málið betur og taka upplýsta afstöðu. Síðar á sama fundi óskar hann eftir að breyta sinni afstöðu og hafnar þessari tillögu. Það er ekki löstur að taka sér tíma til umhugsunar í þeirri meiningu að taka upplýsta ákvörðun. Hefur hann árétt afstöðu sína og félagsins til gjaldtöku í Háskóla Íslands nú í tvígang. Vaka er mótfallin allri gjaldtöku sem leggst á stúdenta, líkt og bílastæðagjöldum og skrásetningargjöldum, slíkar álögur ganga gegn grundvallarmarkmiðum okkar um jafnt aðgengi að námi óháð efnahag og okkar gæslu að réttindum stúdenta. Vaka krefst þess að tryggt verði að núverandi gjöld haldist óbreytt og hefur farið fram á fundi með rektor og ráðherra. Höfundur er oddviti Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skrásetningargjald er ætlað að greiða þau útgjöld sem hljótast vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Því hefur lengi verið slegið upp að opinber háskólamenntun á Íslandi sé gjaldfrjáls að öðru leyti en það gjald sem rennur í skrásetningu. Notum réttu orðin. Þessi áform yfirvalda er að setja á skólagjöld í Háskóla Íslands. Við komumst ekki upp með að kalla þetta skrásetningargjald lengur enda er það ljóst að gjaldið rennur í umtalsvert fleira en skrásetningu. Það sem vekur aukinheldur furðu okkar í Vöku er það að ráðist sé í þessa hækkun á gjaldinu á þessari stundu í ljósi þess að enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort Háskóla Íslands sé á annað borð heimilt að innheimta það. Lögmæti gjaldsins er satt best að segja í algjörri óvissu. Árið 2023 úrskurðaði Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema að innheimta gjaldsins í núverandi mynd væri ólögmæt í ljósi þess að Háskólanum hefði ekki tekist að sýna fram á hvernig gjaldinu væri ráðstafað. Þessu máli er þó ekki lokið enda fór Háskólinn fram á endurupptöku úrskurðarins og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni sem enn hefur ekki kveðið upp endanlega úrskurð sinn. Hér ber því að ítreka að eins og staðan er í dag hvílir gjaldið ekki á traustum grunni Með þessar staðreyndir í huga verður það að teljast afar óábyrgt af rektor að fara þess á leit að gjaldið verði hækkað og enn óábyrgara af ráðherra háskólamála að verða við þeirri beiðni rektors. Í þessu tilfelli væri betur heima setið en af stað farið, enda getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar reynist gjaldið í raun vera ólögmætt. Háskóli Íslands er fjársveltur og er hann í rauninni langminnstur í gotinu miðað við systkini sín á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er ýmist frjáls eða gjöld hófleg. Það er sorglegt að óskað sé eftir því að stúdenta eigi að bera upp rekstur opinberrar háskólamenntunar. Sérstaklega þegar Háskóli Íslands er ekki rekinn fyrir stúdenta. Á einhverjum tímapunkti urðu kaflaskil. Grunnskylda HÍ hætti að vera að sinna stúdentum sínum. Stúdentar fá ekki að mæta í skólann án þess að borga háar upphæðir fyrir bílastæði eða meingallaðar almenningssamgöngur, stúdentar fá ekki aðgang að upptökum af fyrirlestrum sínum, sumir stúdentar fá ekki að taka endurtektarpróf eða fá að taka þau það seint að þau missa af útskriftinni sinni, stúdentar þurfa að líða fyrir pláss- og stofuleysi og sumum stúdentum hefur verið gert að dúsa í stofum án rafmagns, internets og gluggatjalda eða í stofum sem hristast undan framkvæmda við Nýja Landspítala, stúdentar fá ekki einu sinni að velja sinn rektor. Ef yfirvöld fá sínu framgengt og koma á skólagjaldi við HÍ þá skerðir það aðgengi að námi, einkum fyrir efnaminni samfélagshópa. Einstæða móðirinn á ekki lengur efni að borga æfingagjöldin fyrir yngsta soninn. Norðfirðingurinn þarf að finna sér nýja drauma um ævistarf þar sem hann á ekki efni á leigu vegna þess að Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjaldinu. Tilvonandi viðskiptafræði-, sálfræði-, hagfræði-, lögfræði- og tölvunarfræðinemar munu frekar leita í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fá í það minnsta það sem þau borga fyrir. Fjármögnun háskólanna er nú hlutverk stúdenta, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tök á því að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu. Hinni fylkingunni hefur verið tíðrætt um fulltrúa stúdenta fyrir Vöku í háskólaráði. Þegar þetta mál kom fyrst á borð háskólaráðs var uppi spurningin um hvort senda ætti boð til háskólaráðuneytisins um hækkun skrásetningargjalds. Fulltrúi Vöku sat í upphafi hjá til að kynna sér málið betur og taka upplýsta afstöðu. Síðar á sama fundi óskar hann eftir að breyta sinni afstöðu og hafnar þessari tillögu. Það er ekki löstur að taka sér tíma til umhugsunar í þeirri meiningu að taka upplýsta ákvörðun. Hefur hann árétt afstöðu sína og félagsins til gjaldtöku í Háskóla Íslands nú í tvígang. Vaka er mótfallin allri gjaldtöku sem leggst á stúdenta, líkt og bílastæðagjöldum og skrásetningargjöldum, slíkar álögur ganga gegn grundvallarmarkmiðum okkar um jafnt aðgengi að námi óháð efnahag og okkar gæslu að réttindum stúdenta. Vaka krefst þess að tryggt verði að núverandi gjöld haldist óbreytt og hefur farið fram á fundi með rektor og ráðherra. Höfundur er oddviti Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar