Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 10. september 2025 07:33 Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun