Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 18:11 Nokkrum sprengjum var varpað á byggingar í Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa komið saman. AP/UGC Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Ráðamenn í Ísrael hafa ekki tjáð sig um það hvort þeir telji árásina hafa heppnast eða ekki. Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð, en það virðist ekki hafa heppnast vegna lítils fyrirvara. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur. Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Ráðamenn í Ísrael hafa ekki tjáð sig um það hvort þeir telji árásina hafa heppnast eða ekki. Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð, en það virðist ekki hafa heppnast vegna lítils fyrirvara. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur.
Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira