Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar 9. september 2025 13:00 Þessa spurningu fékk ég að heyra frá mömmu þegar ég hafði gleymt að loka útidyrunum á eftir mér, sérstaklega á veturna. Guttinn var að alast upp í Kópavoginum þar sem engin hitaveita var ennþá. Olíukynding var og sótarinn kom einu sinni á ári. Þarna rættist úr í kringum 1980 og frá þeim árum hafa allir íbúar höfuðborgarsvæðisins notið stærstu hitaveitu landsins. Eða hvað? Er hún stærst? Eigum við kannski að ræða hitaveituna sem hitar sjálfan Faxaflóann? Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu er um 1.000 megavött að afli. Ein og hálf Kárahnjúkavirkjun. Hitaveitan sem hitar Faxaflóann og reyndar allt Norður Atlantshafið er talin vera 1,2 milljarðar megavatta. Golfstraumurinn, sem við lærðum um í barnaskóla, er nefnilega hrikalega öflugur og léttir talsvert á Veitum og öllum hinum hitaveitunum hér norður frá. Nú fer sú spurning að verða aðkallandi hvað við ætlum að gera ef við þvingum þessa rosalegu hitaveitu í þrot. Blái bletturinn Okkur sem fylgst höfum með umræðu um loftslagsmál um hríð hefur stundum orðið starsýnt á viðvarandi blett suður af Íslandi á spákortum hlýnunar heimsins . Um þessar mundir er hann sýndur með enga hlýnun, sum árin hefur hann verið blár, það er að þarna er gert ráð fyrir kólnun þótt hamfarir vegna hlýnunar séu viðbúnar víðast annarsstaðar á Jörðinni. Þessar veðurfarsspár ná býsna langt fram í tímann, oft til næstu aldamóta, og eru miðaðar við misgóðan árangur mannkynsins í að hemja losun gróðurhúsalofts út í andrúmsloftið. Við höfum verið minnt á ástæðu þessa í fréttum síðustu daga. Viðvarandi alltof hár styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hægir á varmaflutningi sjávarins til okkar sunnan úr höfum. Nýjasta rannsóknin bendir í senn til að líkur fari vaxandi á algeru hruni þessa færibands heits yfirborðssjávar og kalds djúpsjávar til baka og einnig að það geti gerst býsna hratt, á einum til tveimur áratugum. Fólkið sem lifir næstu aldamót er fætt Okkur finnst ef til vill afskaplega langt til næstu aldamóta. Ef ég mæli þann tíma í kynslóðum, eins og Andri Snær Magnason rithöfundur hefur gert, þá verður hún Saga sonardóttir mín orðin 78 ára um næstu aldamót. Erla tengdamamma mín er núna 87, næstum áratug eldri en Saga verður aldamótaárið 2100. Þetta er nú allur tíminn til aldamóta. Bresti hörmungarnar á þá mega barnabörnin mín búast við að þurfa að þrauka sín efstu ár í fimbulkulda. Þarna erum við ekki að tala um hitasveiflu upp á eina til tvær gráður, eins og þegar heildarhlýnun Jarðar er í loftslagsumræðunni, heldur þyrftum við hugsanlega hvort tveggja fingur og tær til að telja gráðurnar í okkar staðbundnu kólnun. Losun okkar Íslendinga af gróðurhúsalofti, sem er bókfærð sem samfélagslosun, er enn að vaxa. Sumu miðar vissulega í rétta átt. Rafmagnsbílar eru að skila sínu. Aukin samviskusemi í flokkun á úrgangi og minni urðun hans miðar okkur sömuleiðis í rétta átt. Bráðabirgðatölurnar sem stjórnvöld sýndu okkur á dögunum gefa hinsvegar til kynna að heildarlosun í fyrra hafi aukist um 2% frá árinu á undan. Þrátt fyrir alla rafbílana eru vegasamgöngur enn sporþyngstu umsvif okkar, landbúnaðurinn kemur þar á eftir og svo fiskiskipin. Þessir þrír þættir eru samtals 73% samfélagslosunar okkar Íslendinga. Vegasamgöngurnar og fiskiskipin eru samtals meira en helmingur. Alveg er ótalin losun vegna landnotkunar og stóriðjunnar, sem jókst um 4,2% milli áranna 2023 og 2024. Þrátt fyrir hitaveituvæðingu landsins á síðustu öld, þar sem hagkvæmur íslenskur jarðhiti leysti innflutt kol og olíu af hólmi, óx losun gróðurhúsalofttegunda vegna jarðefnaeldsneytis nánast stöðugt alla síðustu öld og fram á þessa. Mest afgerandi hlykkirnir eru dýfa þegar átakið var gert til að ljúka hitaveituvæðingu Kópavogs og fleiri byggða höfuðborgarsvæðisins, þegar ég var strákur, muniði, Hrunið 2008 og svo kórónuveirufaraldurinn. Annars hefur þessi losun aukist stöðugt og hefur nálega ferfaldast frá miðri síðustu öld. Eina loftslagsaðgerðin? Hitaveitan, sem hefur skilað okkur gríðarlegum sparnaði í losun og svakalegum efnahagslegum ábata, var vitaskuld ekki hugsuð sem loftslagsaðgerð á sínum tíma. Þannig skildi ég það þegar Halldór Björnsson loftslagsvísindamaður á Veðurstofunni sagði í útvarpinu á dögunum: „Það má segja að Íslendingar hafi ekki gert neitt sérstakt í loftslagsmálum annað en Carbfix.“ Carbfix er aðferð varanlegrar bindingar kolefnis frá iðnaði eða úr andrúmslofti sem hefur verið nýtt við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í meira en áratug. Unnið hefur verið að því að auka afköstin og nú er þau þannig að binda má nánast alla losun úr gufunni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir til að framleiða rafmagn og heitt vatn auk þess sem kemur frá einskonar gufugleypi sem tekur kolefni úr andrúmsloftinu og rekinn er í Jarðhitagarði ON við virkjunina. Styrkleikar Carbfix liggja fyrst og fremst í varanleikanum. Kolefninu er breytt í stein djúpt niðri í berggrunninum og verður hluti af jarðlögum framtíðarinnar. Þar er það komið úr þeirri hringrás sem annars hefði ýtt undir allsherjar hlýnun jarðar og allsherjarkólnun á okkar slóðum. Aðferðin er líka hraðvirk. Það sem gæti tekið árþúsundir gerist á örfáum árum. Byggt er á náttúrulegu ferli en með því að hraða því stórlega nýtum við eiginleika basaltsins sem er aðalhráefnið í byggingu Íslands. Vistvæn aðferð Carbfix er líka vistvæn aðferð. Fyrir utan koldíoxíð er blávatn eina íblöndunarefni aðferðarinnar. Það er því sódavatn, ekki ósvipað því sem Íslendingar þamba nú sem aldrei fyrr (en án koffíns), sem dælt er niður fyrir grunnvatn þar sem tröllið verður að steini. Aðferðin er sprottin af forystu Íslands í jarðhitanýtingu og gerir okkur því kleift að vera líka í fararbroddi á þessu sviði. Íslenskt samfélag hefur þegar gjörbreytt orkunýtingu sinni með hitaveitunni. Sú umbreyting var ekki kölluð loftslagsaðgerð á sínum tíma, en hún hefur reynst ein áhrifaríkasta kolefnislækkun okkar. Ef við beitum Carbfix af sama hugrekki og sömu framsýni og við uppbyggingu hitaveitnanna getum við skapað nýjan vendipunkt í okkar losun. Við þurfum mörgu að breyta og margar lausnir – ekki bara fyrir Ísland heldur fyrir heiminn allan. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa spurningu fékk ég að heyra frá mömmu þegar ég hafði gleymt að loka útidyrunum á eftir mér, sérstaklega á veturna. Guttinn var að alast upp í Kópavoginum þar sem engin hitaveita var ennþá. Olíukynding var og sótarinn kom einu sinni á ári. Þarna rættist úr í kringum 1980 og frá þeim árum hafa allir íbúar höfuðborgarsvæðisins notið stærstu hitaveitu landsins. Eða hvað? Er hún stærst? Eigum við kannski að ræða hitaveituna sem hitar sjálfan Faxaflóann? Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu er um 1.000 megavött að afli. Ein og hálf Kárahnjúkavirkjun. Hitaveitan sem hitar Faxaflóann og reyndar allt Norður Atlantshafið er talin vera 1,2 milljarðar megavatta. Golfstraumurinn, sem við lærðum um í barnaskóla, er nefnilega hrikalega öflugur og léttir talsvert á Veitum og öllum hinum hitaveitunum hér norður frá. Nú fer sú spurning að verða aðkallandi hvað við ætlum að gera ef við þvingum þessa rosalegu hitaveitu í þrot. Blái bletturinn Okkur sem fylgst höfum með umræðu um loftslagsmál um hríð hefur stundum orðið starsýnt á viðvarandi blett suður af Íslandi á spákortum hlýnunar heimsins . Um þessar mundir er hann sýndur með enga hlýnun, sum árin hefur hann verið blár, það er að þarna er gert ráð fyrir kólnun þótt hamfarir vegna hlýnunar séu viðbúnar víðast annarsstaðar á Jörðinni. Þessar veðurfarsspár ná býsna langt fram í tímann, oft til næstu aldamóta, og eru miðaðar við misgóðan árangur mannkynsins í að hemja losun gróðurhúsalofts út í andrúmsloftið. Við höfum verið minnt á ástæðu þessa í fréttum síðustu daga. Viðvarandi alltof hár styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hægir á varmaflutningi sjávarins til okkar sunnan úr höfum. Nýjasta rannsóknin bendir í senn til að líkur fari vaxandi á algeru hruni þessa færibands heits yfirborðssjávar og kalds djúpsjávar til baka og einnig að það geti gerst býsna hratt, á einum til tveimur áratugum. Fólkið sem lifir næstu aldamót er fætt Okkur finnst ef til vill afskaplega langt til næstu aldamóta. Ef ég mæli þann tíma í kynslóðum, eins og Andri Snær Magnason rithöfundur hefur gert, þá verður hún Saga sonardóttir mín orðin 78 ára um næstu aldamót. Erla tengdamamma mín er núna 87, næstum áratug eldri en Saga verður aldamótaárið 2100. Þetta er nú allur tíminn til aldamóta. Bresti hörmungarnar á þá mega barnabörnin mín búast við að þurfa að þrauka sín efstu ár í fimbulkulda. Þarna erum við ekki að tala um hitasveiflu upp á eina til tvær gráður, eins og þegar heildarhlýnun Jarðar er í loftslagsumræðunni, heldur þyrftum við hugsanlega hvort tveggja fingur og tær til að telja gráðurnar í okkar staðbundnu kólnun. Losun okkar Íslendinga af gróðurhúsalofti, sem er bókfærð sem samfélagslosun, er enn að vaxa. Sumu miðar vissulega í rétta átt. Rafmagnsbílar eru að skila sínu. Aukin samviskusemi í flokkun á úrgangi og minni urðun hans miðar okkur sömuleiðis í rétta átt. Bráðabirgðatölurnar sem stjórnvöld sýndu okkur á dögunum gefa hinsvegar til kynna að heildarlosun í fyrra hafi aukist um 2% frá árinu á undan. Þrátt fyrir alla rafbílana eru vegasamgöngur enn sporþyngstu umsvif okkar, landbúnaðurinn kemur þar á eftir og svo fiskiskipin. Þessir þrír þættir eru samtals 73% samfélagslosunar okkar Íslendinga. Vegasamgöngurnar og fiskiskipin eru samtals meira en helmingur. Alveg er ótalin losun vegna landnotkunar og stóriðjunnar, sem jókst um 4,2% milli áranna 2023 og 2024. Þrátt fyrir hitaveituvæðingu landsins á síðustu öld, þar sem hagkvæmur íslenskur jarðhiti leysti innflutt kol og olíu af hólmi, óx losun gróðurhúsalofttegunda vegna jarðefnaeldsneytis nánast stöðugt alla síðustu öld og fram á þessa. Mest afgerandi hlykkirnir eru dýfa þegar átakið var gert til að ljúka hitaveituvæðingu Kópavogs og fleiri byggða höfuðborgarsvæðisins, þegar ég var strákur, muniði, Hrunið 2008 og svo kórónuveirufaraldurinn. Annars hefur þessi losun aukist stöðugt og hefur nálega ferfaldast frá miðri síðustu öld. Eina loftslagsaðgerðin? Hitaveitan, sem hefur skilað okkur gríðarlegum sparnaði í losun og svakalegum efnahagslegum ábata, var vitaskuld ekki hugsuð sem loftslagsaðgerð á sínum tíma. Þannig skildi ég það þegar Halldór Björnsson loftslagsvísindamaður á Veðurstofunni sagði í útvarpinu á dögunum: „Það má segja að Íslendingar hafi ekki gert neitt sérstakt í loftslagsmálum annað en Carbfix.“ Carbfix er aðferð varanlegrar bindingar kolefnis frá iðnaði eða úr andrúmslofti sem hefur verið nýtt við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í meira en áratug. Unnið hefur verið að því að auka afköstin og nú er þau þannig að binda má nánast alla losun úr gufunni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir til að framleiða rafmagn og heitt vatn auk þess sem kemur frá einskonar gufugleypi sem tekur kolefni úr andrúmsloftinu og rekinn er í Jarðhitagarði ON við virkjunina. Styrkleikar Carbfix liggja fyrst og fremst í varanleikanum. Kolefninu er breytt í stein djúpt niðri í berggrunninum og verður hluti af jarðlögum framtíðarinnar. Þar er það komið úr þeirri hringrás sem annars hefði ýtt undir allsherjar hlýnun jarðar og allsherjarkólnun á okkar slóðum. Aðferðin er líka hraðvirk. Það sem gæti tekið árþúsundir gerist á örfáum árum. Byggt er á náttúrulegu ferli en með því að hraða því stórlega nýtum við eiginleika basaltsins sem er aðalhráefnið í byggingu Íslands. Vistvæn aðferð Carbfix er líka vistvæn aðferð. Fyrir utan koldíoxíð er blávatn eina íblöndunarefni aðferðarinnar. Það er því sódavatn, ekki ósvipað því sem Íslendingar þamba nú sem aldrei fyrr (en án koffíns), sem dælt er niður fyrir grunnvatn þar sem tröllið verður að steini. Aðferðin er sprottin af forystu Íslands í jarðhitanýtingu og gerir okkur því kleift að vera líka í fararbroddi á þessu sviði. Íslenskt samfélag hefur þegar gjörbreytt orkunýtingu sinni með hitaveitunni. Sú umbreyting var ekki kölluð loftslagsaðgerð á sínum tíma, en hún hefur reynst ein áhrifaríkasta kolefnislækkun okkar. Ef við beitum Carbfix af sama hugrekki og sömu framsýni og við uppbyggingu hitaveitnanna getum við skapað nýjan vendipunkt í okkar losun. Við þurfum mörgu að breyta og margar lausnir – ekki bara fyrir Ísland heldur fyrir heiminn allan. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun