„Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2025 12:01 Hrönn vill að utanríkisráðherra gangi lengra í aðgerðum gegn Ísrael. Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að fríverslunarsamningur Íslands og annrra EFTA-ríkja við Ísrael verði ekki uppfærður og að tveir ísraelskir ráðherrar verði meinað að ferðast til Íslands og megi ekki fara um íslenska lofthelgi. Tilefnið er hernaður Ísraela á Gasa en auk þess tilkynnti ráðherrann að vörur frá hernundum svæðum Ísraela verði merktar. Fyrirmyndir í Skotlandi Hrönn G. Guðmundsdóttir talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.„Miðað við okkar upplýsingar þá er þetta ársgömul ákvörðun. Svo er líka spurning. Hún segir, við ætlum ekki að rifta samningum því það geti orðið svo erfitt að stofna til hans aftur seinna. Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Ísland geti farið ýmsar leiðir til alvöru aðgerða. „Við myndum vilja sjá að íslenska ríkið færi sömu leið og skoska ríkið ákvað nýlega að fara. Skoska þingið samþykkti á síðustu dögum um að skoska þingið eigi að grípa til aðgerða BDS hreyfingarinnar, sniðgönguhreyfingarinnar. Sniðgöngu, fjárlosunar- og þvingunaraðgerða. Við hvetjum Alþingi og Þorgerði Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur til að fara sömu leið, sniðganga Ísrael allsstaðar þar sem hægt er og beita viðskiptaþvingunum og auðvitað rifta fríverslunarsamningi við Ísrael.“ Hvað varðar sérstaka merkingu á vörum frá hernumdum svæðum í Ísrael segir Hrönn að Alþjóðadómstóllinn hafi staðfest að landnemabyggðir Ísrael séu ólögmætar. „Auðvitað eigum við ekki yfir höfuð að selja þessar vörur á Íslandi og við ættum að velta því fyrir okkur alvarlega hvort verslun með þessar vörur skapi íslenskum fyrirtækjum sem flytja þær inn og selja hlutdeild í lögbrotum Ísraels.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Verslun Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að fríverslunarsamningur Íslands og annrra EFTA-ríkja við Ísrael verði ekki uppfærður og að tveir ísraelskir ráðherrar verði meinað að ferðast til Íslands og megi ekki fara um íslenska lofthelgi. Tilefnið er hernaður Ísraela á Gasa en auk þess tilkynnti ráðherrann að vörur frá hernundum svæðum Ísraela verði merktar. Fyrirmyndir í Skotlandi Hrönn G. Guðmundsdóttir talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.„Miðað við okkar upplýsingar þá er þetta ársgömul ákvörðun. Svo er líka spurning. Hún segir, við ætlum ekki að rifta samningum því það geti orðið svo erfitt að stofna til hans aftur seinna. Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Ísland geti farið ýmsar leiðir til alvöru aðgerða. „Við myndum vilja sjá að íslenska ríkið færi sömu leið og skoska ríkið ákvað nýlega að fara. Skoska þingið samþykkti á síðustu dögum um að skoska þingið eigi að grípa til aðgerða BDS hreyfingarinnar, sniðgönguhreyfingarinnar. Sniðgöngu, fjárlosunar- og þvingunaraðgerða. Við hvetjum Alþingi og Þorgerði Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur til að fara sömu leið, sniðganga Ísrael allsstaðar þar sem hægt er og beita viðskiptaþvingunum og auðvitað rifta fríverslunarsamningi við Ísrael.“ Hvað varðar sérstaka merkingu á vörum frá hernumdum svæðum í Ísrael segir Hrönn að Alþjóðadómstóllinn hafi staðfest að landnemabyggðir Ísrael séu ólögmætar. „Auðvitað eigum við ekki yfir höfuð að selja þessar vörur á Íslandi og við ættum að velta því fyrir okkur alvarlega hvort verslun með þessar vörur skapi íslenskum fyrirtækjum sem flytja þær inn og selja hlutdeild í lögbrotum Ísraels.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Verslun Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira