Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir og Védís Ólafsdóttir skrifa 9. september 2025 12:30 Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun