Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2025 21:02 Breki Snær Baldursson varaforseti og Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema voru hæstánægð á fyrsta degi Kvikmyndaskóla Íslands undir nýjum rekstraraðila. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið. Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Sjá meira
Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Sjá meira
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47