Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2025 21:02 Breki Snær Baldursson varaforseti og Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema voru hæstánægð á fyrsta degi Kvikmyndaskóla Íslands undir nýjum rekstraraðila. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið. Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47