Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 8. september 2025 18:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Anton Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Ráðherrarnir tveir eru þeir Ben Gvir og Bezalel Smotrich. Gvir er fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael og mikill harðlínumaður þegar kemur að málefnum Palestínu. Smotrich er fjármálaráðherra og lagði á dögunum fram tillögu um að innlima nánast allan Vesturbakkann. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi utanríkismálanefnd Alþingis í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn og kynnti þar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart Ísrael. Það að fríverslunarsamningurinn verði ekki uppfærður þýðir í einföldu máli sagt að nýjar vörur eða þjónusta frá Ísrael falli ekki undir samninginn. Þorgerður Katrín sagði í Kvöldfréttum Sýnar að þegar uppfærsla samningsins hafi komið til umræðu meðal EFTA-ríkjanna hafi Íslendingar beðið um að dokað yrði við. Nú hefði verið ákveðið að fara ekki í þessa uppfærslu. Skýr skilaboð „Það eru mjög skýr skilaboð um það að á meðan ástandið er svona fyrir botni Miðjarðarhafs og mannúðaraðstoð er ekki hleypt inn á svæðið, af því að Ísraelar vilja ekki hleypa henni inn, og hvað þá að stöðva stríðið, þá erum við að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að þrýsta á Ísrael,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að Íslendingar myndu áfram beita sér á öðrum vettvangi og tala fyrir friði, áframhaldandi mannúðaraðstoð og einnig að Hamas-liðar sleppi gíslum sem þeir eru enn með í haldi og muni ekki koma að uppbyggingu í Palestínu. Þorgerður Katrín sagði Íslendinga ekki vera að fara ótroðnar slóðir. Þær væru svipaðar og önnur líkt þenkjandi ríki hefðu þegar farið og nefndi hún Bretland, Spánn, Noreg og önnur ríki í því samhengi. Hún sagði að snúið yrði í framkvæmd að merkja sérstaklega vörur frá hernumdum svæðum. Annað sem Ísland mun gera er að fara af meiri þunga inn í mál Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum. „Síðan er auðvitað líka það sem við erum að gera, það sem meðal annars Palestínumenn hafa beðið okkur um að gera, halda áfram að tala skýrt fyrir friði og leggja áherslu á að auka mannúðaraðstoðina. Líka að styðja mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu. Það höfum við gert og ætlum að halda áfram að gera.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08 „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Ráðherrarnir tveir eru þeir Ben Gvir og Bezalel Smotrich. Gvir er fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael og mikill harðlínumaður þegar kemur að málefnum Palestínu. Smotrich er fjármálaráðherra og lagði á dögunum fram tillögu um að innlima nánast allan Vesturbakkann. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi utanríkismálanefnd Alþingis í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn og kynnti þar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart Ísrael. Það að fríverslunarsamningurinn verði ekki uppfærður þýðir í einföldu máli sagt að nýjar vörur eða þjónusta frá Ísrael falli ekki undir samninginn. Þorgerður Katrín sagði í Kvöldfréttum Sýnar að þegar uppfærsla samningsins hafi komið til umræðu meðal EFTA-ríkjanna hafi Íslendingar beðið um að dokað yrði við. Nú hefði verið ákveðið að fara ekki í þessa uppfærslu. Skýr skilaboð „Það eru mjög skýr skilaboð um það að á meðan ástandið er svona fyrir botni Miðjarðarhafs og mannúðaraðstoð er ekki hleypt inn á svæðið, af því að Ísraelar vilja ekki hleypa henni inn, og hvað þá að stöðva stríðið, þá erum við að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að þrýsta á Ísrael,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að Íslendingar myndu áfram beita sér á öðrum vettvangi og tala fyrir friði, áframhaldandi mannúðaraðstoð og einnig að Hamas-liðar sleppi gíslum sem þeir eru enn með í haldi og muni ekki koma að uppbyggingu í Palestínu. Þorgerður Katrín sagði Íslendinga ekki vera að fara ótroðnar slóðir. Þær væru svipaðar og önnur líkt þenkjandi ríki hefðu þegar farið og nefndi hún Bretland, Spánn, Noreg og önnur ríki í því samhengi. Hún sagði að snúið yrði í framkvæmd að merkja sérstaklega vörur frá hernumdum svæðum. Annað sem Ísland mun gera er að fara af meiri þunga inn í mál Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum. „Síðan er auðvitað líka það sem við erum að gera, það sem meðal annars Palestínumenn hafa beðið okkur um að gera, halda áfram að tala skýrt fyrir friði og leggja áherslu á að auka mannúðaraðstoðina. Líka að styðja mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu. Það höfum við gert og ætlum að halda áfram að gera.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08 „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08
„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19
Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49