Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 14:48 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra. „Ég tel að æviskipanir eigi ekki lengur rétt á sér nema örfá mjög mikilvæg embætti. Slík forréttindi eiga að heyra fortíðinni til. Við þurfum að færa stjórnsýsluna nær nútímanum og nær því sem er skynsamlegt,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í fréttatilkynningu þess efnis. Þar segir að breytingarnar muni ekki hafa áhrif á þá sem nú gegna embættum út skipunartíma þeirra. Enginn gegnir nú embætti vararíkissaksóknara eftir að Helgi Magnús Gunnarsson lét af embættinu á dögunum eftir langan aðdraganda. Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari í leyfi vegna tímabundinna starfa við Eurojust. „Í ljósi reynslunnar“ Í samráðsgátt segir að í ljósi reynslunnar og með hliðsjón af markmiðum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og hagræðingar leggi dómsmálaráðherra til að skipunartími vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara verði fimm ár, í stað ótímabundinnar skipunar. Ásamt því að skipa í embætti vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara sé ráðherra heimilt samkvæmt lögum að skipa í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum til fimm ára. Lagt sé til að ábyrgð á þeim skipunum sem hér um ræðir, það er í embætti vararíkissaksóknara, varahéraðssaksóknara, aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra, verði færð frá ráðherra til forstöðumanna viðkomandi embætta. Það myndi hafa í för með sér að ríkissaksóknara yrði heimilt að skipa vararíkissaksóknara við embættið og með sama hætti yrði héraðssaksóknara heimilt að skipa varahéraðssaksóknara við sitt embætti. Áfram yrði heimilt að skipa vararíkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en sú skipun yrði á forræði viðkomandi lögreglustjóra í stað ráðherra ef breytingarnar ná fram að ganga. Ábyrgð forstöðumanna skýr „Það er gríðarlega mikilvægt að bæði ákæruvaldið og lögreglan njóti trúverðugleika og trausts almennings. Nýleg reynsla sýnir nauðsyn breytinga hérna, það er algjörlega hafið yfir vafa. Með þessum breytingum verður ábyrgð forstöðumanna skýr en um leið tökum góð skref í átt að skilvirkari og einfaldari stjórnsýslu,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Áformin má nálgast í Samráðsgátt stjórnvalda og frestur til umsagnar er til og með 22. september næstkomandi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögreglan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Ég tel að æviskipanir eigi ekki lengur rétt á sér nema örfá mjög mikilvæg embætti. Slík forréttindi eiga að heyra fortíðinni til. Við þurfum að færa stjórnsýsluna nær nútímanum og nær því sem er skynsamlegt,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í fréttatilkynningu þess efnis. Þar segir að breytingarnar muni ekki hafa áhrif á þá sem nú gegna embættum út skipunartíma þeirra. Enginn gegnir nú embætti vararíkissaksóknara eftir að Helgi Magnús Gunnarsson lét af embættinu á dögunum eftir langan aðdraganda. Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari í leyfi vegna tímabundinna starfa við Eurojust. „Í ljósi reynslunnar“ Í samráðsgátt segir að í ljósi reynslunnar og með hliðsjón af markmiðum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og hagræðingar leggi dómsmálaráðherra til að skipunartími vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara verði fimm ár, í stað ótímabundinnar skipunar. Ásamt því að skipa í embætti vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara sé ráðherra heimilt samkvæmt lögum að skipa í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum til fimm ára. Lagt sé til að ábyrgð á þeim skipunum sem hér um ræðir, það er í embætti vararíkissaksóknara, varahéraðssaksóknara, aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra, verði færð frá ráðherra til forstöðumanna viðkomandi embætta. Það myndi hafa í för með sér að ríkissaksóknara yrði heimilt að skipa vararíkissaksóknara við embættið og með sama hætti yrði héraðssaksóknara heimilt að skipa varahéraðssaksóknara við sitt embætti. Áfram yrði heimilt að skipa vararíkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en sú skipun yrði á forræði viðkomandi lögreglustjóra í stað ráðherra ef breytingarnar ná fram að ganga. Ábyrgð forstöðumanna skýr „Það er gríðarlega mikilvægt að bæði ákæruvaldið og lögreglan njóti trúverðugleika og trausts almennings. Nýleg reynsla sýnir nauðsyn breytinga hérna, það er algjörlega hafið yfir vafa. Með þessum breytingum verður ábyrgð forstöðumanna skýr en um leið tökum góð skref í átt að skilvirkari og einfaldari stjórnsýslu,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Áformin má nálgast í Samráðsgátt stjórnvalda og frestur til umsagnar er til og með 22. september næstkomandi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögreglan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira