Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2025 12:28 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga alla leið og loka fjárlagagatinu. Stöð 2/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Ekki eru allir sannfærðir um ágæti fjárlagafrumvarpsins en Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis er einn þeirra sem ekki fannst mikið til frumvarpsins koma. Hann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um segja hvernig honum litist á frumvarpið, svona við fyrstu sýn. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti efni nýs fjárlagafrumvarps nú í morgun. Hægt er að kynna sér efni þess hér: „Þetta eru auðvitað gríðarleg vonbrigði, þvert á það sem forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt þá kemur í ljós að það er nokkurn veginn búið að loka gatinu, síðasta ríkisstjórn gerði það. Það bara kemur fram að staðan er 19 milljarðar í halla og gæti lokast núna bara þegar þetta er allt saman gert upp og þeir ná samt sem áður ekki að klára verkið og því miður þá eru útgjöldin að vaxa umfram það sem gert er ráð fyrir í þeirra eigin fjármálaáætlun og að auki þó að ekkert komi nú af þessu fram í kynningunni enda er þetta væntanlega grynnsta kynning sem hefur verið á fjárlagafrumvarpi nokkurn tímann þá er gert ráð fyrir skattahækkunum á almenning þvert á það sem lofað var.“ Guðlaugur bendir á að til dæmis á blaðsíðum 120-121 í frumvarpinublasi við aukinn skattur á almenning. „Þar er gert ráð fyrir því að hækka tekjuskatt á einstaklinga með samsköttuninni [innsk. blm. afnám samnýtingar þrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks], það er gert ráð fyrir því að hækka skatta á ökutæki og eldsneyti, það er gert ráð fyrir því að hækka skatta á raforkunotkun almennings og sömuleiðis þá er gengið harðar fram þegar kemur að arðgreiðslum á fyrirtækjum. Þannig að það er af nógu að taka en beinar skattahækkanir koma fram upp á 28 milljarða.“ Hefði verið hægur vandi að loka gatinu Hann segir að síðasta ríkisstjórn hafi fegið gríðarleg áföll í fangið, Covid-19 faraldurinn og jarðhræringar á Reykjanesi hafi kostað ríkissjóð mörg hundruð milljarða. „Þessi ríkisstjórn þarf ekki að eiga við það og guð gefi að það verði ekki og í ofanálag þvert á það sem þeir hafa sagt, að það bara kemur í ljós í þeirra eigin gögnum að það er komið nokkurn veginn komið jafnvægi í rekstri ríkisins 19 milljarðar af 1500 milljörðum er nú mjög lítið. Þannig að það ætti að vera hægur vandi að ná hallalausum fjárlögum.“ Hér getur þú nálgast fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026. Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 „Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ 8. september 2025 10:18 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Ekki eru allir sannfærðir um ágæti fjárlagafrumvarpsins en Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis er einn þeirra sem ekki fannst mikið til frumvarpsins koma. Hann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um segja hvernig honum litist á frumvarpið, svona við fyrstu sýn. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti efni nýs fjárlagafrumvarps nú í morgun. Hægt er að kynna sér efni þess hér: „Þetta eru auðvitað gríðarleg vonbrigði, þvert á það sem forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt þá kemur í ljós að það er nokkurn veginn búið að loka gatinu, síðasta ríkisstjórn gerði það. Það bara kemur fram að staðan er 19 milljarðar í halla og gæti lokast núna bara þegar þetta er allt saman gert upp og þeir ná samt sem áður ekki að klára verkið og því miður þá eru útgjöldin að vaxa umfram það sem gert er ráð fyrir í þeirra eigin fjármálaáætlun og að auki þó að ekkert komi nú af þessu fram í kynningunni enda er þetta væntanlega grynnsta kynning sem hefur verið á fjárlagafrumvarpi nokkurn tímann þá er gert ráð fyrir skattahækkunum á almenning þvert á það sem lofað var.“ Guðlaugur bendir á að til dæmis á blaðsíðum 120-121 í frumvarpinublasi við aukinn skattur á almenning. „Þar er gert ráð fyrir því að hækka tekjuskatt á einstaklinga með samsköttuninni [innsk. blm. afnám samnýtingar þrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks], það er gert ráð fyrir því að hækka skatta á ökutæki og eldsneyti, það er gert ráð fyrir því að hækka skatta á raforkunotkun almennings og sömuleiðis þá er gengið harðar fram þegar kemur að arðgreiðslum á fyrirtækjum. Þannig að það er af nógu að taka en beinar skattahækkanir koma fram upp á 28 milljarða.“ Hefði verið hægur vandi að loka gatinu Hann segir að síðasta ríkisstjórn hafi fegið gríðarleg áföll í fangið, Covid-19 faraldurinn og jarðhræringar á Reykjanesi hafi kostað ríkissjóð mörg hundruð milljarða. „Þessi ríkisstjórn þarf ekki að eiga við það og guð gefi að það verði ekki og í ofanálag þvert á það sem þeir hafa sagt, að það bara kemur í ljós í þeirra eigin gögnum að það er komið nokkurn veginn komið jafnvægi í rekstri ríkisins 19 milljarðar af 1500 milljörðum er nú mjög lítið. Þannig að það ætti að vera hægur vandi að ná hallalausum fjárlögum.“ Hér getur þú nálgast fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026.
Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 „Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ 8. september 2025 10:18 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27
„Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ 8. september 2025 10:18
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12