Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2025 13:16 Alcaraz lagði Sinner í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Hér eru þeir með verðlaun sín eftir viðureignina. EPA/JOHN G. MABANGLO Carlos Alcaraz fagnaði í gær sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hann lagði Jannik Sinner í úrslitaleiknum og virðast þeir félagar hreinlega ætla að taka yfir íþróttina. Þeir fá þá lítinn frið hvor frá öðrum. Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með. Tennis Opna bandaríska Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með.
Tennis Opna bandaríska Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira