Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar 7. september 2025 12:02 Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli. Félagið var stofnað með þá hugsjón að tengja saman fólk með menntun í læsisfræðum og skapa vettvang til að efla þekkingu og umræðu um læsi á Íslandi. Félagið er einnig aðili að evrópskum og alþjóðlegum samtökum læsisfræðinga. Meðal verkefna félagsins er vitundarvakning um málefni sem tengjast læsi. Af nógu er að taka því hugtakið er umfangsmikið. En það jákvæða er að læsi og lestrarfærni er mikið rannsakað efni og margt er vitað. Leiðin að eflingu lestrarfærni er að nýta sér alla þá þekkingu sem hefur skapast með áratuga rannsóknum og það er meðal annars hlutverk læsisfræðinga að miðla þessari þekkingu. Á degi læsis viljum við senda mikilvæg skilaboð um lesskilning og bendum á hve margt fullorðnir í umhverfi hvers barns geta gert til að styðja við skilning barna á textum. Til að útskýra lesskilning er gagnlegt að nota einfalda lestrarlíkanið (Gough og Tunmer, 1986) sem má sjá á myndinni hér að neðan. Færnin að lesa orð margfaldað með málskilningi er það sem þarf til að lesskilningur geti orðið. Margföldun en ekki plús vegna þess að þegar eitthvað er margfaldað með núlli verður útkoman núll. Það er því ekki nóg að búa yfir góðri lestrarfærni eða góðum málskilningi, færni í hvoru tveggja þarf til að lesskilningur verði góður. Hvernig má nýta þessa vitneskju til að styðja við lesskilning barna? Hér koma nokkrir punktar. - Byrjað er að efla málskilning löngu áður en formlegt lestrarnám hefst. Börn sem er mikið talað við og lesið fyrir frá fæðingu öðlast betri skilning og þekkingu á tungumálinu og hafa góða forgjöf þegar þau byrja að læra að lesa. - Börn hlusta áður en þau læra að tala og þau meðtaka þegar fólkið í umhverfi þeirra setur orð á athafnir og það sem ber fyrir augu til dæmis í gönguferðum eða heima. - Að lesa fyrir lítil börn og tala við þau um innihald bókanna eflir málskilning meira en samtal um hversdagslega hluti því orðaforði bóka er alla jafna flóknari og meiri en sá sem við notum til að ræða um daglegar athafnir. - Meðan lesið er fyrir börn ætti samtal um efni textans að eiga sér stað. Þetta hjálpar börnum að hugsa um innihald texta þegar þau fara að lesa sjálf síðar. Samtöl um texta taka mið af því sem er lesið og verða flóknari eftir því sem börn eldast og lesefnið breytist. Samtal gæti til dæmis verið á þessa leið: Af hverju ætli Litla skrímslið segi ekki nei þegar Stóra skrímslið tekur litina? Hefur þér einhvern tíma liðið eins og Fíusól líður núna? Hefðir þú þorað að gera eins og Lína langsokkur? Nú eru vinirnir í vandræðum,hvað skyldu þau gera næst? Þetta er eins og skógurinn í Heiðmörk, manstu þegar við fórum þangað? Manstu eftir lyktinni af trjánum? - Þegar formlegt lestrarnám hefst krefst tæknilegi hluti lestrarfærni mikils tíma, góðrar kennslu og þjálfunar. Á þeim tíma glíma börn við að ná tökum á einföldum texta og það verkefni reynist þeim misjafnlega auðvelt. - Við upphaf lestrarnáms eru textarnir oft mjög auðveldir og innihald þeirra er gjarnan rýrt, enda er markmiðið að þjálfa færni í að lesa úr bókstöfum. Á meðan lesum við flóknari bækur fyrir börnin og höldum áfram að ræða innihaldið. - Eftir því sem börn æfa sig að lesa þyngri og þyngri texta er stutt við lesskilninginn með því að ræða um textann, rétt eins og þegar lesið var fyrir börnin. - Á meðan börn öðlast færni í lestri og ná góðri fimi, felst hlutverk fullorðinna áfram í að styðja við færni í lestri orða og málskilning. En nú er einnig stutt við lesskilning. Hlutverkin hafa nefnilega snúist við, börnin geta lesið textann. Aukin lestrarfærni barna þýðir þó ekki að það eigi að hætta að lesa fyrir þau, það má skiptast á. - Eftir því sem tímanum vindur fram og færni barna vex breytast áskoranirnar og hægt verður að takast á við fjölbreyttari texta og stuðningurinn við lesturinn getur breyst í samveru og samtal um texta sem lesinn er sjálfstætt. Fullorðnir sem eru í leshringjum eða bókaklúbbum lesa sjálfstætt og hittast svo til að ræða málin og eiga góða stund. Bókaklúbbur með barni eða börnum þar sem efni bókar er rætt, jafnvel með spennandi veitingum, gæti kannski verið lestrarhvatningin sem fjölskyldan þarf? Hvers vegna ekki að prófa? Fullorðnir í lífi barna, leggjumst á eitt, styðjum við bæði málskilning og lestrarfærni barna. Til að geta hugsað um innihald texta, skilið hann vel og notið lestrarins þarf bæði að vera til staðar, málskilningur og fimi í lestri orða- lesfimi. Birtingarmynd stuðnings við læsi barna getur verið ólík eftir hvort um foreldra eða kennara á ólíkum skólastigum er að ræða, en allir hafa hlutverk. Bestur árangur næst með samstarfi. Þegar við eflum lestrarfærni barna, opnum við fyrir þeim veröld bóka og aukum þekkingu og skilning á heiminum. Gleðilegan dag læsis! Fyrir hönd Félags læsisfræðinga á Íslandi Heimildir og slóðir til að kynna sér efnið betur Gough, P. B., og Tunmer, W. E. (1986). Decoding, reading, and reading disability. Remedial and Special Education, 7(1), 6–10. https://doi.org/10.1177/074193258600700104 Um lesskilning https://laesisvefurinn.is/ordafordi-og-lesskilningur/lesskilningur/ Um lesfimi https://laesisvefurinn.is/lesfimi/ Dialogic Reading: Having a Conversation about Books | Reading Rockets Höfundur er aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli. Félagið var stofnað með þá hugsjón að tengja saman fólk með menntun í læsisfræðum og skapa vettvang til að efla þekkingu og umræðu um læsi á Íslandi. Félagið er einnig aðili að evrópskum og alþjóðlegum samtökum læsisfræðinga. Meðal verkefna félagsins er vitundarvakning um málefni sem tengjast læsi. Af nógu er að taka því hugtakið er umfangsmikið. En það jákvæða er að læsi og lestrarfærni er mikið rannsakað efni og margt er vitað. Leiðin að eflingu lestrarfærni er að nýta sér alla þá þekkingu sem hefur skapast með áratuga rannsóknum og það er meðal annars hlutverk læsisfræðinga að miðla þessari þekkingu. Á degi læsis viljum við senda mikilvæg skilaboð um lesskilning og bendum á hve margt fullorðnir í umhverfi hvers barns geta gert til að styðja við skilning barna á textum. Til að útskýra lesskilning er gagnlegt að nota einfalda lestrarlíkanið (Gough og Tunmer, 1986) sem má sjá á myndinni hér að neðan. Færnin að lesa orð margfaldað með málskilningi er það sem þarf til að lesskilningur geti orðið. Margföldun en ekki plús vegna þess að þegar eitthvað er margfaldað með núlli verður útkoman núll. Það er því ekki nóg að búa yfir góðri lestrarfærni eða góðum málskilningi, færni í hvoru tveggja þarf til að lesskilningur verði góður. Hvernig má nýta þessa vitneskju til að styðja við lesskilning barna? Hér koma nokkrir punktar. - Byrjað er að efla málskilning löngu áður en formlegt lestrarnám hefst. Börn sem er mikið talað við og lesið fyrir frá fæðingu öðlast betri skilning og þekkingu á tungumálinu og hafa góða forgjöf þegar þau byrja að læra að lesa. - Börn hlusta áður en þau læra að tala og þau meðtaka þegar fólkið í umhverfi þeirra setur orð á athafnir og það sem ber fyrir augu til dæmis í gönguferðum eða heima. - Að lesa fyrir lítil börn og tala við þau um innihald bókanna eflir málskilning meira en samtal um hversdagslega hluti því orðaforði bóka er alla jafna flóknari og meiri en sá sem við notum til að ræða um daglegar athafnir. - Meðan lesið er fyrir börn ætti samtal um efni textans að eiga sér stað. Þetta hjálpar börnum að hugsa um innihald texta þegar þau fara að lesa sjálf síðar. Samtöl um texta taka mið af því sem er lesið og verða flóknari eftir því sem börn eldast og lesefnið breytist. Samtal gæti til dæmis verið á þessa leið: Af hverju ætli Litla skrímslið segi ekki nei þegar Stóra skrímslið tekur litina? Hefur þér einhvern tíma liðið eins og Fíusól líður núna? Hefðir þú þorað að gera eins og Lína langsokkur? Nú eru vinirnir í vandræðum,hvað skyldu þau gera næst? Þetta er eins og skógurinn í Heiðmörk, manstu þegar við fórum þangað? Manstu eftir lyktinni af trjánum? - Þegar formlegt lestrarnám hefst krefst tæknilegi hluti lestrarfærni mikils tíma, góðrar kennslu og þjálfunar. Á þeim tíma glíma börn við að ná tökum á einföldum texta og það verkefni reynist þeim misjafnlega auðvelt. - Við upphaf lestrarnáms eru textarnir oft mjög auðveldir og innihald þeirra er gjarnan rýrt, enda er markmiðið að þjálfa færni í að lesa úr bókstöfum. Á meðan lesum við flóknari bækur fyrir börnin og höldum áfram að ræða innihaldið. - Eftir því sem börn æfa sig að lesa þyngri og þyngri texta er stutt við lesskilninginn með því að ræða um textann, rétt eins og þegar lesið var fyrir börnin. - Á meðan börn öðlast færni í lestri og ná góðri fimi, felst hlutverk fullorðinna áfram í að styðja við færni í lestri orða og málskilning. En nú er einnig stutt við lesskilning. Hlutverkin hafa nefnilega snúist við, börnin geta lesið textann. Aukin lestrarfærni barna þýðir þó ekki að það eigi að hætta að lesa fyrir þau, það má skiptast á. - Eftir því sem tímanum vindur fram og færni barna vex breytast áskoranirnar og hægt verður að takast á við fjölbreyttari texta og stuðningurinn við lesturinn getur breyst í samveru og samtal um texta sem lesinn er sjálfstætt. Fullorðnir sem eru í leshringjum eða bókaklúbbum lesa sjálfstætt og hittast svo til að ræða málin og eiga góða stund. Bókaklúbbur með barni eða börnum þar sem efni bókar er rætt, jafnvel með spennandi veitingum, gæti kannski verið lestrarhvatningin sem fjölskyldan þarf? Hvers vegna ekki að prófa? Fullorðnir í lífi barna, leggjumst á eitt, styðjum við bæði málskilning og lestrarfærni barna. Til að geta hugsað um innihald texta, skilið hann vel og notið lestrarins þarf bæði að vera til staðar, málskilningur og fimi í lestri orða- lesfimi. Birtingarmynd stuðnings við læsi barna getur verið ólík eftir hvort um foreldra eða kennara á ólíkum skólastigum er að ræða, en allir hafa hlutverk. Bestur árangur næst með samstarfi. Þegar við eflum lestrarfærni barna, opnum við fyrir þeim veröld bóka og aukum þekkingu og skilning á heiminum. Gleðilegan dag læsis! Fyrir hönd Félags læsisfræðinga á Íslandi Heimildir og slóðir til að kynna sér efnið betur Gough, P. B., og Tunmer, W. E. (1986). Decoding, reading, and reading disability. Remedial and Special Education, 7(1), 6–10. https://doi.org/10.1177/074193258600700104 Um lesskilning https://laesisvefurinn.is/ordafordi-og-lesskilningur/lesskilningur/ Um lesfimi https://laesisvefurinn.is/lesfimi/ Dialogic Reading: Having a Conversation about Books | Reading Rockets Höfundur er aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun