Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2025 23:13 Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir innflutning á rúmlega tuttugu þúsund töflum hingað til lands í lok marsmánaðar síðastliðins. Greint var frá innflutningi taflanna skömmu eftir að málið kom upp, en þá vakti sérstaka athygli að töflurnar, sem fyrst voru taldar af gerðinni OxyContin, hafi reynst innihalda annað hættulegt efni, einskonar gerviópíóða. Mönnum tveimur er gefið að sök að hafa saman staðið að innflutningi taflanna sem innihéldu efnið dímetýl-etóníatasen, sem er sögð afleiða etónítasens. Efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Töflurnar hafi verið fluttar til Íslands í lyfjaspjöldum merktum OxyContin í áttatíu milligramma skömmtum, og komið fyrir í ferðatöskum mannanna tveggja sem flugu erlendis frá til Keflavíkurflugvallar. Annar þeirra mun hafa verið rúmlega tólf þúsund töflur í fórum sínum, en hinn með tæplega átta þúsund. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem gefin var út skömmu eftir að málið kom upp, sagði að töflurnar hafi líklega verið framleiddar á ólöglegum markaði. „Efnið er hættulegt heilsu manna og hafa verið gefnar út aðvaranir vegna efnisins erlendis,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, en þar var jafnframt bent á að neysla samsvarandi efnis hefði valdið að minnsta kosti einu andláti í Hollandi. „Af þessu tilefni telur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, Háskóla Íslands, tilefni til að senda út þessa fréttatilkynningu til að vara almenning við kaupum þessara og annarra efna án aðkomu lækna og lögmætra lyfsala. Þá virðist efnið vera nýtt á fíkniefnamarkaði erlendis.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Greint var frá innflutningi taflanna skömmu eftir að málið kom upp, en þá vakti sérstaka athygli að töflurnar, sem fyrst voru taldar af gerðinni OxyContin, hafi reynst innihalda annað hættulegt efni, einskonar gerviópíóða. Mönnum tveimur er gefið að sök að hafa saman staðið að innflutningi taflanna sem innihéldu efnið dímetýl-etóníatasen, sem er sögð afleiða etónítasens. Efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Töflurnar hafi verið fluttar til Íslands í lyfjaspjöldum merktum OxyContin í áttatíu milligramma skömmtum, og komið fyrir í ferðatöskum mannanna tveggja sem flugu erlendis frá til Keflavíkurflugvallar. Annar þeirra mun hafa verið rúmlega tólf þúsund töflur í fórum sínum, en hinn með tæplega átta þúsund. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem gefin var út skömmu eftir að málið kom upp, sagði að töflurnar hafi líklega verið framleiddar á ólöglegum markaði. „Efnið er hættulegt heilsu manna og hafa verið gefnar út aðvaranir vegna efnisins erlendis,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, en þar var jafnframt bent á að neysla samsvarandi efnis hefði valdið að minnsta kosti einu andláti í Hollandi. „Af þessu tilefni telur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, Háskóla Íslands, tilefni til að senda út þessa fréttatilkynningu til að vara almenning við kaupum þessara og annarra efna án aðkomu lækna og lögmætra lyfsala. Þá virðist efnið vera nýtt á fíkniefnamarkaði erlendis.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira