Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2025 20:05 Kornþingið og spildudagurinn í Gunnarsholti var vel sóttur enda mikill hugur í kornbændum um góða uppskeru í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira