Fótbolti

Mynda­syrpa: Frá­bært kvöld í Laugar­dalnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Tólfan var á sínum stað og Big Glacier trommaði sitt fólk áfram
Tólfan var á sínum stað og Big Glacier trommaði sitt fólk áfram Vísir/Anton Brink

Ísland vann frábæran 5-0 sigur á Aserbaísjan á Laugardalsvelli í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM '26. 

Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og náði mörgum góðum myndum enda gleðin við völd í gær, í það minnsta í seinni hálfleik þar sem allt gekk upp hjá íslenska liðinu. Hér að brot af því besta.

Ísak Bergmann var einn af betri mönnum Íslands í gær. Þarna var hann næstum búinn að skora þrennuVísir/Anton Brink
Varnarmenn Íslands áttu náðugt kvöld í gærVísir/Anton Brink
Jón Daði skilur Kökcü eftir í rykinuVísir/Anton Brink
Albert Guðmundsson liggur sárþjáður á vellinum. Arnar Gunnlaugsson sagðist þó vongóður um að hann myndi spila á þriðjudaginn.Vísir/Anton Brink
Það var góð stemming í stúkunniVísir/Anton Brink
Aserar reyndu ýmis bellibrögð í leiknum en það hjálpaði þeim lítið. Daníel Leó er náttúrulega úr Grindavík og Grindvíkingar kippa sér ekki upp við hvað sem er.Vísir/Anton Brink
Strákarnir fangaVísir/Anton Brink
Guðlaugur Victor brosti út að eyrum í leikslokVísir/Anton Brink
Siggi Dúlla og Arnar Gunnlaugsson skoða símann hjá Arnari eftir leik. Arnar eflaust að skoða hvað Twitter hafði um leikinn að segja.Vísir/Anton Brink
Þessi helvítis þrjótur gerði þeim sem horfðu á leikinn í sjónvarpi lífið leitt ítrekað.Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×