Upp­gjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
untitled (10 of 22)
vísir/viktor freyr

Stjarnan lagði Þór/KA 4-1 í mikilvægum sigri í Bestu deild kvenna í dag. Sigurinn lyftir liðinu fyrir ofan Þór/KA í 5. sæti í deildinni. Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti stórleik og var með tvö mörk og stoðsendingu í leiknum.

Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur en Stjörnukonur voru meira með boltann en náðu illa að nýta stöðurnar sem þær komust í. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og kom Garðbæingum yfir.

Á 35. mínútu fékk Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, að líta gula spjaldið vegna kjaftbrúks. Tæplega mínútu síðar jafnaði Karen María Sigurgeirsdóttir metin fyrir Þór/KA úr laglegu skoti fyrir utan teig. Ekki besta augnablikið fyrir Kalla.

Stjarnan tók aftur forystuna á 60. mínútu eftir markmannsmistök. Úlfa Dís Kreye kom þá boltanum í netið eftir að Jessica Grace Berlin, markvörður Þór/KA, missti hann frá sér eftir fyrirgjöf Gyðu Kristínar Gunnarsdóttur.

Snædís María Jörundsdóttir kom boltanum í netið á 69. mínútu eftir hornspyrnu. Bríet Ragnarsdóttir dæmdi Snædísi brotlega. Umdeild ákvörðun í stúkunni og undirrituð er sammála því að dómurinn er ansi harður.

Fanney Lísa Jóhannesdóttir gerði svo endanlega út um leikinn á 85. mínútu og innsiglaði sigur Stjörnunnar.

Sigurinn lyftir Stjörnunni upp í efri hluta deildarinnar í 5. sæti með 22 stig.

Atvik leiksins

Það verður að vera markið sem Bríet Ragnarsdóttir dæmdi af Stjörnunni á 69. mínútu. Dómarinn taldi að Snædís María Jörundsdóttir hefði brotið á Jessicu, í marki gestanna í hornspyrnuni.

Stjörnur og skúrkar

Gyða Kristín Gunnarsdóttir með tvö mörk í dag og eina og hálfa stoðsendingu að mínu mati, þar sem hún átti fyrirgjöfina sem Jessica missir í marki tvö.

Stemning og umgjörð

Það er alltaf fín umgjörðin hér í Garðabænum. Fámennt en góðmennt í stúkunni. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna var meðal manna í stúkunni.

Dómarar

Bríet Bragadóttir var á flautunni í dag. Með henni upp og niður hliðarlínuna voru Eydís Ragna Einarsdóttir og Tryggvi Elías Hermannsson. Margar áhugaverðar ákvarðanir dómaranna í leiknum.

Viðtöl

Viðtöl væntanleg.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira